Fleiri fréttir

Stefán og Auðun koma inn

Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar í knattspyrnu, tilkynntu í gær tuttugu manna hóp fyrir leikina gegn Búlgörum og Ungverjum í forkeppni heimsmeistaramótsins. Leikurinn gegn Búlgörum verður á Laugardalsvelli á laugardaginn kemur en leikurinn gegn Ungverjum verður í Búdapest á miðvikudaginn eftir viku.

Robson rekinn frá Newcastle

Sir Bobby Robson hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra Newcastle United þar sem gengi liðsins hefur verið langt undir væntingum. Newcastle hefur aðeins fengið tvö stig í fjórum fyrstu leikjunum og situr í 16. sæti deildarinnar.

Óvíst hvort Rúnar verði með

Alls er óvíst hvort Rúnar Kristinsson verði með þegar Íslendingar mæta Búlgörum í fyrsta leiknum í undankeppni heimsmeistaramótsins. Rúnar fór meiddur af velli um miðjan fyrri hálfleikinn í gærkvöldi þegar Lokeren og Mouskroun gerðu 1-1 jafntefli. Arnar Grétarsson skoraði mark Lokeren úr vítaspyrnu.

Þriðji Ólympíumeistaratitill Dana

Ólympíuleikunum í Aþenu lýkur í kvöld. Í morgun unnu Danir gullið í handboltakeppni kvenna. Danir unnu Suður-Kóreu í vítakeppni eftir að tvíframlengdum leik hafði lokið 34-34.

Kína vann gull í blaki kvenna

Kínverjar unnu gullið í blaki kvenna á Ólympíuleikunum í gær þegar þeir sigruðu Rússa 3-2 í úrslitaleik. Kúba vann Brasilíu 3-1 í leik um bronsið.

ÍBV - Víkingur í dag

Sextánda umferð Landsbankadeildar karla hefst í dag en þá mætast ÍBV og Víkingur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum klukkan 14. Leikurinn átti að fara fram í gær en þá var honum frestað vegna þess að dómaratríóið komst ekki til Eyja.

Ísland sigraði Austurríki

Íslenska landsliðið í körfuknattleik sigraði Austurríkismenn 74-71 á æfingamóti í Ungverjalandi í gær. Austurríkismenn höfðu forystu lengst af en íslensku landsliðsmennirnir áttu góðan lokasprett og þeir tryggðu sér þriggja stiga sigur.

Keflavíkurstúlkur komust upp

Keflavík sigraði ÍA 2-1 í úrslitaleik í 1. deild kvenna í gær og mun því leika í Landsbankadeildinni að ári. Tveir leikir voru í 1. deild karla í gær: Haukar unnu Völsung 4-2 og Þór og Njarðvík gerðu 1-1 jafntefli.

Espanol og Deportivo skildu jöfn

Keppni í spænsku knattspyrnunni hófst í gærkvöldi með þremur leikjum. Atletico Madríd vann Malaga 2-0, Espanol og Deportivo La Coruna gerðu 1-1 jafntefli og nýliðarnir í Numancia gerðu 1-1 jafntefli við Real Betis. Klukkan 19:30 í kvöld verður leikur Racing Santander og Barcelona sýndur beint á Sýn.

Chelsea enn að kaupa

Enska knattspyrnuliðið Chelsea keypti í morgun enn einn leikmanninn. Tvítugur portúgalskur miðjumaður, Nuno Morais, kemur til félagsins og skrifar undir þriggja ára samning. Hann er fjórði Portúgalinn sem Chelsea kaupir á skömmum tíma.

Funk með forystu á Buick

Fred Funk hefur forystu á Buick-mótinu í golfi í Cromwell í Connecticut í Bandaríkjunum fyrir síðasta hring. Funk er á níu höggum undir pari en Tom Byrum og Corey Pavin eru jafnir í öðru sæti, einu höggi á eftir.

Jiminez með forystu á BMW

Spánverjinn Miguel Angel Jiminez hefur forystu á BMW-mótinu í golfi í Munchen. Jiminez var á 17 höggum undir pari eftir fimm holur á síðasta hring. Svíinn Fredrik Jakobson var kominn í annað sætið ásamt Frakkanum Thomas Levet. Þeir eru báðir á 16 höggum undir pari.

Bolton í þriðja sætið

Liverpool tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu í gær þegar liðið sótti Bolton heim. Kevin Davies skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik og skaut liði sínu upp í þriðja sæti deildarinnar.

Enn ein rós í hnappagat Króata

Heimsmeistarar Króata bættu annarri rós í hnappagatið í gær þegar þeir unnu Þjóðverja, 26-24, í leik um gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í Aþenu.

Ólympíumeistarar eftir vítakeppni

Danska kvennalandsliðið í handknattleik vann í gær sín þriðju gullverðlaun á ólympíuleikum þegar liðið lagði Kóreu að velli, 38-36 eftir vítakeppni, í úrslitaleik.

Eyjamenn í toppsætið

Eyjamenn komu sér á toppinn í Landsbankadeild karla með sannfærandi sigri á slökum Víkingum í Vestmannaeyjum í gær. Lokatölur leiksins urðu 3-0 þar sem Bjarnólfur Lárusson, besti maður vallarins, fór á kostum og skoraði tvö mörk fyrir heimamenn.

2000 manns hafa skrifað undir

Rúmlega tvö þúsund manns hafa nú þegar skrifað undir áskorunina til Ólafs Stefánssonar handknattleiksmanns um að halda áfram að leika með íslenska landsliðinu. Undirskriftasöfnunin hófst hér á Vísi fyrir nokkrum dögum en eins og kunnugt er lýsti Ólafur því yfir á Ólympíuleikunum að hann íhugaði að taka sér frí frá landsliðinu.

Powell hætti við að fara til Aþenu

Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirvaralaust hætt við ferð til Aþenu þar sem hann ætlaði að sitja lokahátíð Ólympíuleikanna. Andstæðingar stríðsreksturs virðast hafa skotið honum skelk í bringu.

Fyrsta ólympíugullið í 52 ár

Argentínumenn urðu í gær ólympíumeistarar í karlafótbolta þegar þeir lögðu Paragvæja í úrslitaleiknum með einu marki gegn engu. Þetta eru fyrstu gullverðlaun Argentínumanna á Ólympíuleikum síðan 1952 eða í meira en hálfa öld. Ítalir tóku svo bronsið með því að leggja spútniklið Íraka að velli með einu marki gegn engu.

Bandaríska sveitin datt út

Óvænt úrslit urðu í 4x100 metra boðhlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í gær. Fyrirfram var bandaríska sveitin talin örugg með gullverðlaunin en Marion Jones mistókst að koma boðkeflinu áfram til Lauryn Williams sem varð til þess að sveitin lauk ekki keppni. Sveit Jamaíka kom fyrst í mark á undan Rússum og Frökkum.

Argentína - Ítalía í úrslitum

Argentínumenn mæta Ítölum í úrslitaleik í körfubolta karla á Ólympíuleikunum í Aþenu. Argentínumenn sigruðu Bandaríkjamenn í gær, 89-81, þar sem David Ginobili skoraði 29 stig. Ítalir unnu Litháa 100-91. Gianluca Basile var stigahæstur í ítalska liðinu með 31 stig.

Brasilía mætir Ítalíu í blakinu

Brasilía og Ítalía leika til úrslita um Ólympíumeistaratitilinn í blaki karla. Heimsmeistarar Brasilíu sigruðu Bandaríkjamenn 3-0 en Ítalir lögðu Rússa að velli, einnig í þremur hrinum. Rússar og Kínverjar mætast í úrslitum í kvennaflokki.

Bandaríkin enn með flest verðlaun

Í byrjun næst síðasta keppnisdags Ólympíuleikanna hafa Bandaríkjamenn unnið 29 gullverðlaun. Kínverjar eru einu gulli á eftir þeim en Rússar og Ástralar hafa unnið 17 gullverðlaun á leikunum.

Spænski boltinn byrjar í dag

Keppni í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst í dag. Leikjunum verða gerð góð skil á Sýn og um helgina verða tveir leikir sýndir beint. Í kvöld klukkan 20 verður bein útsending frá leik Espanyol og Deportivo La Coruna og annað kvöld verður leikur Racing Santander og Barcelona sýndur.

Valur Íslandsmeistari í dag?

Valur getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki í knattspyrnu í fyrsta sinn í fimmtán ár. Valur mætir Breiðabliki á Valsvellinum klukkan 14 en á sama tíma keppa Fjölnir og ÍBV. Valur hefur sex stiga forystu og nægir jafntefli, svo framarlega að ÍBV vinni Fjölni.

ÍBV - Víkingur í Eyjum

Sextánda umferð Landsbankadeildar karla hefst klukkan 14 í dag í Vestmannaeyjum með leik ÍBV og Víkings. Eyjamenn ná fyrsta sætinu með sigri en þetta verður síðasti leikur markahróksins Gunnars Heiðars Þorvaldssonar með ÍBV. Eins og greint var frá í gær hefur hann verið seldur til sænska liðsins Halmstad.

Valsmenn nánast komnir upp

Valur nánast tryggði sér sæti í Landsbankadeildinni á næstu leiktíð með stórsigri á Breiðabliki í gærkvöldi. 6-1 urðu úrslitin á Valsvellinum. Valur hefur sex stiga forystu á HK sem er í þriðja sæti og að auki 17 mörk í plús þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.  

Rush tekur við Chester City

Gamla knattspyrnuhetjan og Íslandsvinurinn Ian Rush var í morgun ráðinn knattspyrnustjóri 4. deildarliðsins Chester City. Rush tekur við starfinu af fyrrverandi landsliðsmanni Englands, Mark Wright, en hann lét af starfi fyrr í þessum mánuði.

Funk og Johnson með forystu

Fred Funk og Zach Johnson hafa forystu á Buick-mótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð. Þeir eru báðir á átta höggum undir pari, einu á undan Hank Kuehne sem er í þriðja sæti.

Valencia er meistari meistaranna

Valencia sigraði í gær í keppninni „Meistari meistaranna“ í Evrópufótboltanum. Valencia, sem sigraði í Evrópukeppni félagsliða í vor, hafði betur í baráttu við sigurliðið í Meistaradeildinni, Porto. Valencia vann 2-1 með mörkum frá Ruben Baraja og Marco Di Vaio. Mark Porto skoraði Portúgalinn Ricardo Quaresma.

Ólympíumeistarar í þriðja sinn

Bandaríska kvennalandsliðið í körfubolta vann gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í Aþenu með því að leggja Ástralíu 74-63 í úrslitaleiknum í dag. Staðan var jöfn, 50-50, þegar lítið var eftir af þriðja leikhluta en þá hrökk bandaríska liðið í gang og skoraði ellefu stig gegn aðeins einu stigi áströlsku stúlknanna.

Valsstúlkur Íslandsmeistarar

Valsstúlkur urðu í dag Íslandsmeistarar í knattspyrnu þegar þær unnu Breiðablik 3-0 á heimavelli sínum á Hlíðarenda. Nína Ósk Kristinsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skoruðu mörk Valsliðsins. Fimmtán ár eru liðin síðan Valur varð síðast Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu.

Arsenal hélt áfram sigurgöngunni

Arsenal hélt sigurgöngu sinni áfram í gær með 4-1 sigri á Norwich. Henry var allt í öllu hjá meisturunum. Chelsea vann einnig í gær og er með jafn mörg stig og Arsenal. Fótbolti Arsenal hélt toppsæti sínu í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið sigraði Norwich með fjórum mörkum gegn einu.

Unnu Austurríki á lokasprettinum

Karlalandsliðið í körfubolta skoraði átta síðustu stigin og tryggði sér sætan sigur á Austurríki, 74-71, á lokamínútum annars leik síns á Pannon-æfingamótinu í Ungverjalandi í gær.

Argentínumenn unnu gullið

Carlos Tevez skoraði eina mark úrslitaleiksins í knattspyrnu karla á Ólympíuleikunum í Aþenu og tryggði Argentínumenn sitt fyrsta knattspyrnugull í sögu knattspyrnukeppninnar á Ólympíuleikunum og fyrstu gullverðlaun þjóðarinnar í 52 ár. Argentínumenn unnu nágranna sína í Pargvæ í úrslitaleiknum, 1-0.

Kelly Holmes vann annað gull

Kelly Holmes setti landsmet og varð aðeins þriðja konan í sögu Ólympíuleikanna til að vinna bæði millivegarhlaupin þegar hún tryggði sér glæsilegan sigur í 1500 metra hlaupi í Aþenu í gær. Holmes vann 800 metra hlaupið á mánudaginn og bætti nú sigri í 1500 metra hlaupinu við.

Eiðurmerkurrefurinn með tvö gull

Eiðurmerkurrefurinn, Hicham El Guerrouj, frá Marokkó vann 5000 metra hlaup karla í gær og varð fyrstur hlaupara í 80 ár til þess að vinna bæði 1500 metra og 5000 metra hlaup á sömu Ólympíuleikum síðan Finninni fljúgandi Paavo Nurmi afrekaði það 1924.

Slæmir leikar fyrir Marion Jones

Föstudagurinn átti að vera dagurinn hennar Marion Jones en þá keppti þessi fræga og vinsæla bandaríska frjálsíþróttakona bæði í langstökki og boðhlaupi.

Valskonur vængjum þöndum

Valsmenn fjölmenntu á Hlíðarenda í gær og sá langþráða stund renna upp þegar Íris Andrésdóttir varð fyrsti fyrirliði knattspyrnuliða félagsins til að lyfta Íslandsmeistaratitlinum í fimmtán ár.

Mörg lítil markmið hjá Val

Elísabet Gunnarsdóttir skilaði Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda á sínu fyrsta ári með liðinu. "Ég held að við höfum sýnt í þessum leik að við erum vel að þessum titli komnar," sagði hún þegar titilinn var í höfn hjá Valsliðinu.

Ólaf áfram í landsliðið

Undirskriftasöfnun er hafin hér á Vísi þar sem Ólafur Stefánsson er hvattur til að halda áfram að leika með íslenska landsliðinu í handknattleik.

Bandaríkjamann með flest verðlaun

Bandaríkjamenn hafa hlotið flest verðlaun á Ólympíuleikunum í Aþenu, 28 gullverðlaun, 31 silfurverðlaun og 24 bronsverðlaun, eða alls 83 verðlaun. Kínverjar koma næstir með alls með 54 verðlaun, þar af 25 gull, Ástralir hafa hlotið 43 verðlaun, þar af 16 gull, og Rússar 60 verðlaun, þar af 15 gullverðlaun.

FH mætir Allemannia Achen

FH-ingar mæta þýska 2. deildarliðinu Allemannia Achen í aðalkeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu en dregið var nú rétt áðan. FH-ingar eiga fyrri leikinn heima. FH tryggði sér sæti í aðalkeppninni í gær með því að vinna skoska liðið Dunfermline, 2-1, í gærkvöldi og samtals með fjórum mörkum gegn þremur.

Bandaríkjamenn ötulir

Bandaríkjamenn fara svo sannarlega ekki tómhentir heim af Ólympíuleikunum, ef marka má frammistöðu þeirra á fimmtudaginn þegar þeir sópuðu til sín fimm verðlaunum, nánast á einu bretti.

Grikkir reiðir vegna lyfjamálsins

Grikkir fjölmenntu á úrslit 200 metra hlaupsins á Ólympíuleikunum þó svo að þeirra maður, Kostas Kenteris, væri fjarri góðu gamni vegna lyfjamisferlis.

Sjá næstu 50 fréttir