Sport

Ráku Sir Bobby Robson

Newcastle United rak í morgun knattspyrnustjóra sinn Sir Bobby Robson. Robson tók við liðinu fyrir fimm árum og náði strax mjög góðum árangri. Newcastle byrjaði illa í ensku úrvalsdeildinni og tap gegn Aston Villa um helgina var dropinn sem fyllti mælinn. Robson er 71 árs og líklegt að ferill hans sem þjálfari sé á enda. Ekki er vitað hver tekur við af Robson en nafn Gerrard Houllier fyrrverandi stjóra Liverpool hefur verið nefnt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×