Sport

King til KR

Búið er að ganga frá útlendingamálum hjá meistaraflokki KR í körfuboltanum. Damon Garris var ráðinn um miðjan ágúst en nú hefur Kurtis King bæst í hópinn. "Þetta er strákur sem lék síðast tímabilið 2001-2002 með Morgan State háskólanum" sagði Herbert Arnarson, þjálfari KR. "Hann mun spila fram- og miðherja hjá okkur. Þetta er strákur upp á tæpa tvo metra, hundrað kílóa maður og mun styrkja leik okkar undir körfunni. Þetta virðist vera góður íþróttamaður og mjög vinnusamur einstaklingur". Þó að tvö ár séu liðin frá því að King var í atvinnumennsku hefur hann verið iðin í sumardeildum og beðið eftir kallinu sem nú er komið. "Við fundum hann í gegnum Sigurð Hjörleifsson, umboðsmann á Íslandi. Okkur leist vel á og ákváðum að gefa honum séns" sagði Herbert Arnarson, þjálfari KR.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×