Fleiri fréttir

Forsetahjónin sáu Íslendinga leggja Pólverja

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú komu í nótt að íslenskum tíma til Beijing til að vera viðstödd lokadaga og lokaathöfn Ólympíuleikanna.

Formaður Rauða krossins í Palestínu

Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri félagsins eru nú stödd í Ramallah í Palestínu til að kynna sér samstarfsverkefni Rauða krossins og Rauða hálfmánans.

Sautján ára stúlka í dópakstri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt sautján ára stúlku, sem reyndist hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Hún var með farþega í bílnum. Hætt er við að hún missi nú nýfengið ökuskírteinið.

Kveikt í bíl í Keflavík

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í nótt mann, sem er grunaður um að hafa brotið rúðu í fólksbíl við fjölbýlishús við Vatnsholt í Reykjanesbæ um klukkan hálf tíu í gærkvöldi, hellt inn í hann bensíni og kveikt í.

Eldur í dekkjastæðu á Selfossi

Mikilll eldur gaus upp í stórri dekkjastæðu á athafnasvæði Gámaþjónustu Suðurlands á Selfossi í nótt. Slökkviliðið var kallað út um klukkan hálf þrjú og var mikið eldhaf á vettvangi þegar liðið kom þangað.

Flugdólgur settur út í Keflavík

Boeing 767 þora frá Deltaflugfélaginu lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan þrjú í nótt þar sem æði hafði runnið á einn farþegann, sem ógnaði öryggi farþeganna.

Óvíst með 8% samdrátt í launakostnaði borgarinnar

Hanna Birna Kristjánsdóttir segir að ekki hafi verið tekin afstaða til fjölmargra tillagna embættismanna Reykjavíkurborgar. Þar á meðal er tillaga um að draga saman launakostnað borgarinnar og minnka yfirvinnu borgarstarfsmanna.

Næturopnun Office1 - Framkvæmdastjóri á næturvakt

Frá og með deginum í dag og alla næsta viku verður verslun Office1 í Skeifunni opin allar sólarhringinn. Þetta er gert til að koma til móts við viðskiptavini og dreifa álagi á starfsfólk fyrirtækisins, að sögn Hannesar S. Jónssonar framkvæmdastjóra Office1.

Manns leitað í Esjuhlíðum

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú karlmanns sem týndur er í Esjunni. Maðurinn, sem var á göngu í fjallinu, lenti í þoku og hefur verið í villu síðan um klukkan hálf sex í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Ólafur: Frjálslyndir eða sérframboð

Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, fullyrðir að hann verði í framboði í næstu borgarstjórnarkosningum. Annað hvort verði hann á framboðslista Frjálslynda flokksins eða hann myndi sérframboð. Þetta kom fram í viðtali Þorfinns Ómarssonar við Ólaf í Íslandi í dag fyrr í kvöld.

Eldfjöll hér á landi lík eldfjöllum á Mars

Eldfjöllin á Íslandi og á reykistjörnunni Mars eru lík og vísindamenn koma hingað til lands til að skoða hvernig gos á Mars ummynda plánetunnni. Katrín Pálsdóttir fór á ráðstefnu Alþjóða Eldfjallafræðisambandsins sem haldin er í Háskóla Íslands.

Héraðsdómur braut Barnasáttmála SÞ

Héraðsdómur Norðurlands Eystri braut Barnasáttmála SÞ með sýknudómi yfir karlmanni, sem ítrekað beitti unga drengi líkamlegu ofbeldi. Þetta er mat Barnaheilla, sem sjá ástæðu til að hvetja Alþingi til að endurskoða barnaverndarlögin.

Margrét: Ólaf vantar einhvern til að borga herkostnaðinn

Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, sem hefur ákveðið að ganga til liðs við Frjálslynda flokksins á nýjan leik gerir það þar sem hann vantar fjárhagslegan stuðning fyrir næstu kosningar, að mati Margrétar Sverrisdóttur, fyrsta varaborgarfulltrúa F-lista og óháðra.

Gunnar segir Lúðvík fara rangt með mál

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir ekki rétt frá mannaráðningum í Kópavogi, að mati starfsbróður hans í Kópavogi, Gunnars I. Birgissonar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Hlaupa hálft maraþon með hjólastóla

Tuttugu manna sveit slökkviliðsmanna hyggst hlaupa með fólk í hjólastól í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis sem verður á laugardaginn kemur.

Alikálfi ekki slátrað þótt Ólafur gangi í flokkinn

Jón Magnússon, formaður Frjálslynda flokksins í Reykjavík, segir að innganga Ólafs F. Magnússonar í Frjálslynda flokkinn verði ekki meðhöndluð með neinum öðrum hætti en venjulega. „Af hverju ætti svo að vera? Maðurinn studdi ekki flokkinn við síðustu kosningar og hefur ekki gert það hingað til,“ útskýrir Jón.

Maðurinn ófundinn - 60 björgunarsveitarmenn við leit á Esjunni

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita enn af rúmlega þrítugum karlmanni sem er týndur á Esjunni. Maðurinn, sem var á göngu í fjallinu, lenti í þoku og hefur verið í villu síðan um klukkan hálf sex í dag. Maðurinn er í símasambandi við björgunarveitarmenn.

Segir gott að Matthías birti dagbækur sínar

Þorbjörn Broddasson, prófessor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, segir dagbækur Matthíasar Johannessen mjög forvitnilegar og dýrmætar og að hann sé að gera landsmönnum greiða með því að birta þær.

Segir stöðuna í Ossetíu erfiða

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins krefjast þess að rússneskt herlið verði tafarlaust kallað til baka og á þær slóðir sem það var fyrir átökin við Georgíu. Samskipti Rússa og NATO ríkjanna hafa laskast að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra og verða seint þau sömu og þau voru fyrir átökin í Georgíu.

Ekið á mann í hjólastól

Ekið var á mann í hjólastól fyrir stundu á mótum Sæbrautar og Sundagarða og voru tveir sjúkrabílar sendir á vettvang.

Rúmlega 80 prósenta verðmunur á skötusel

Um áttatíu prósenta verðmunur reyndist á skötusel í verðkönnun sem Neytendastofa gerði hjá 32 fiskbúðum á höfuðborgar- og Árborgarsvæðinu á dögunum.

Sat fund NATO-ráðherra um átök Rússa og Georgíumanna

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sat í dag sérstakan aukafund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Brussel þar sem fjallað var um ástand mála í Georgíu og viðbrögð bandalagsins við hernaðaraðgerðum Rússa í landinu.

Jákvæð afkoma ríkissjóðs

Ríkisreikningur fyrir árið 2007 var birtur í dag. Ríkissjóður skilar jákvæðri afkomu en tekjuafgangur í rekstrarreikningi er 88,6 milljarðar íslenskra króna. Það nemur 18,2 prósentum af tekjum ársins. Árið 2006 var tekjuafgangurinn 81,8 milljarðar en síðustu þrjú árin hefur ríkissjóður skilað samanlagt 238 milljörðum í tekjuafgang. Ríkissjóður var í árslok í fyrra með jákvætt eigið fé sem nam 10 milljörðum króna. Það mun hafa verið í fyrsta sinn sem það gerist, að því er segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu og bent á til samanburðar að árið 2000 hafi eigið fé ríkissjóðs verið neikvætt um 198 milljarða.

Skýrist á fimmtudag til hvaða aðgerða verður gripið

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ekki ætla að ræða fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir hjá borginni á forsendum minnisblaðsins sem Ólafur F. Magnússon talaði um á blaðamannafundi fyrr í dag. Ólafur sagði frá því að hugmyndir væru uppi innan borgarkerfisins að draga saman launakostnað um átta prósent og minnka yfirvinnu borgarstarfsmanna. Gísli segir málin skýrast á fimmtudaginn kemur.

Lúðvík Geirsson: Erum ekki að skáka starfsfólki til

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir engan grundvöll fyrir gagnrýni Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem ritar um „sjálfsgagnrýni Samfylkingar“ í Fréttablaðið í dag.

Öryggisvörðurinn var ekki með kylfu heldur lítinn sprota

Egill Guðjónsson framkvæmdarstjóri Öryggisgæslunnar segir öryggisvörð á vegum fyrirtækisins ekki hafa verið með kylfu við störf sín í verslun 10-11 í Austurstræti í nótt. Öryggisvörðurinn sem er útlendingar var með lítinn sprota sem hann bar án vitundar fyrirtækisins að sögn Egils.

Flugdólgarnir í Leifsstöð eru Bretar

Lögreglan á Suðurnesjum er í þessum töluðu orðum að taka skýrslur af flugdólgunum tveimur sem handteknir voru í Leifsstöð í gærkvöldi. Mennirnir tveir sem eru Bretar voru að koma með flugi Icelandair frá Manchester á Englandi.

Marsibil: Ræddi eingöngu minnhlutasamstarf við Dag

Marsibil Sæmundardóttir segir það alrangt að hún hafi verið að ræða um mögulega inngöngu sína í Samfylkingu þegar þau hittust í morgun líkt og ýjað var að í fréttum Stöðvar 2 nú í hádeginu. Hún segist eingöngu hafa rætt við Dag hvernig samstarfi hennar við minnihlutann yrði háttað.

Stórir marglyttuflákar við ströndina

Stórra marglyttufláka hefur orðið vart hér og þar út af ströndum landsins upp á síðkastið. Sums staðar eru þeir svo þéttir og þykkir að þeir lægja öldur. Eitraðar marglyttur hafa ekki enn borist hingað til lands, svo vitað sé, en þær hafa nú borist að Bretlandsströndum.

Nokkrar mínútur í símasamband á Eskifirði

Símasambandslaust hefur verið á stórum hluta á Eskifirði frá því klukkan þrjú í gær. Linda Waage upplýsingafulltrúi Símans segir viðgerð standa yfir og von sé á símasambandi á næstu mínútum.

Marsibil á leið í Samfylkinguna?

Viðræður eru hafnar milli Marsibilar Sæmundardóttur og Dags B. Eggertssonar oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn um inngöngu hennar í Samfylkinguna.

Fá áfram undanþágu fyrir hámarkstaxta

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að veita leigubílastöðinni Hreyfli áfram undanþágu til að gefa út sameiginlegan ökutaxta fyrir leigubílsstjóra sem starfa á stöðinni.

Ólafur til liðs við frjálslynda - niðurskurður í vændum hjá borginni

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri boðaði til blaðamannafundar klukkan 11:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Þar tilkynnti Ólafur að hann hygðist ganga í Frjálslynda flokkinn og bjóða fram undir merkjum hans í næstu kosningum. Ólafur sagðist hafa rætt við Guðjón Arnar Kristjánsson formann flokksins sem styður ákvörðun Ólafs. Á fundinum vitnaði Ólafur einnig í minnisblað sem samið var á fjármálaskrifstofu borgarinnar en þar er gert ráð fyrir því að launakostnaður borgarinnar verði minnkaður um átta prósent auk þess sem dregið verði úr yfirvinnu.

Segir kylfu ekki hafa verið beitt gegn þjófi

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri 10-11, segir að öryggisvörður í verslun fyrirtækisins við Austurstræti virðist ekki hafa beitt kylfu gegn þjófi sem tekinn var í nótt.

Símasambandslaust á Eskifirði í tæpan sólarhring

Stór hluti Eskifjarðar hefur verið símasambandslaus frá því klukkan þrjú í gær. Vilhelm Jónasson, íbúi á svæðinu, segist mjög ósáttur við þjónustu Símans því engin svör fáist hvenær samband kemst á aftur. „Það eina sem þeir segja er að viðgerð standi yfir sem er ekki rétt því það er enginn að vinna í þessu,“ segir Vilhelm og bendir á að ástandið sé mjög bagalegt því stór hluti íbúanna hafi nú hvorki heimasíma né Internettengingu.

Segja rekstrargrundvöll fjölda sauðfjárbænda brostinn

Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda segir að rekstrargrundvöllur fjölda sauðfjárbænda sé brostinn ef hækkun á afurðaverði til bænda í haust verður aðeins 15 prósent eins og verðlisti Norðlenska gefur til kynna.

Sjá næstu 50 fréttir