Innlent

Formaður Rauða krossins í Palestínu

Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri félagsins eru nú stödd í Ramallah í Palestínu til að kynna sér samstarfsverkefni Rauða krossins og Rauða hálfmánans.

Samstarf Rauða kross Íslands við Rauða hálfmánann í Palestínu hófst árið 1993. Félagið hefur stutt verkefni á svæðinu síðan og hefur meðal annars notið framlaga frá íslenska ríkinu. Frá árinu 2002 hefur Rauði kross Íslands unnið með Rauða krossinum í Danmörku að verkefni um sálrænan stuðning við börn á aldrinum 10-12 ára til að hjálpa þeim að takast á við áhrif stríðsátaka á daglegt líf.

Anna og Kristján áttu einnig fund með stjórn systursamtaka Rauða krossins í Ísrael, Magen David Adom (Rauðu Davíðsstjörnunnar) í Tel Aviv. Þaðan héldu þau þau yfir til Ramallah þar sem þau dvelja fram á föstudag til að kynna sér starf Rauða hálfmánans og leggja drög að nýjum samstarfsverkefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×