Innlent

Margrét: Ólaf vantar einhvern til að borga herkostnaðinn

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Margrét Sverrisdóttir.
Margrét Sverrisdóttir.

Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, sem hefur ákveðið að ganga til liðs við Frjálslynda flokksins á nýjan leik gerir það þar sem hann vantar fjárhagslegan stuðning fyrir næstu kosningar, að mati Margrétar Sverrisdóttur, fyrsta varaborgarfulltrúa F-lista og óháðra.

,,Ólaf bráðvantar einhvern til að borga herkostnaðinn fyrir næstu kosningabaráttu ef hún verður. Þetta lyktar svolítið af tækifærimennsku og eiginhagsmunum sem mér finnst hann hafa í fyrirrúmi, blessaður," segir Margrét.

Ólafur boðaði til blaðamannafundar Ráðhúsinu í morgun þar sem hann tilkynnti að hann hygðist ganga í Frjálslynda flokkinn og bjóða fram undir merkjum hans í næstu kosningum. Ólafur sagðist hafa rætt við Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins, sem styður ákvörðun Ólafs. Jóni Magnússyni, þingmanni flokksins, þykir ekki mikið koma til ákvörðunarinnar.

Það kemur Margréti ekki á óvart að móttökurnar séu ekkert alltof góðar enda Frjálslyndi flokkurinn sundurleitur flokkur, að hennar mati. ,,Annars þarf ekki að spyrja mig sérstaklega um hans gjörðir þar sem mér er nokk sama hvað hann er að sprikla," segir Margrét og hlær.

,,Ef hann væri að fylgja hugsjónum sínum þar sem umhverfismálin eru víst efst á baugi þá er nú Frjálslyndi flokkurinn ekki hlýjasti faðmurinn enda sveigist flokkurinn heldur sterkt til stóriðjustefnu," segir Margrét að lokum.








Tengdar fréttir

Alikálfi ekki slátrað þótt Ólafur gangi í flokkinn

Jón Magnússon, formaður Frjálslynda flokksins í Reykjavík, segir að innganga Ólafs F. Magnússonar í Frjálslynda flokkinn verði ekki meðhöndluð með neinum öðrum hætti en venjulega. „Af hverju ætti svo að vera? Maðurinn studdi ekki flokkinn við síðustu kosningar og hefur ekki gert það hingað til,“ útskýrir Jón.

Ólafur til liðs við frjálslynda - niðurskurður í vændum hjá borginni

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri boðaði til blaðamannafundar klukkan 11:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Þar tilkynnti Ólafur að hann hygðist ganga í Frjálslynda flokkinn og bjóða fram undir merkjum hans í næstu kosningum. Ólafur sagðist hafa rætt við Guðjón Arnar Kristjánsson formann flokksins sem styður ákvörðun Ólafs. Á fundinum vitnaði Ólafur einnig í minnisblað sem samið var á fjármálaskrifstofu borgarinnar en þar er gert ráð fyrir því að launakostnaður borgarinnar verði minnkaður um átta prósent auk þess sem dregið verði úr yfirvinnu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×