Lúðvík Geirsson: Erum ekki að skáka starfsfólki til Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 19. ágúst 2008 14:19 Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir engan grundvöll fyrir gagnrýni Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem ritar um „sjálfsgagnrýni Samfylkingar" í Fréttablaðið í dag. „Hún er að blanda tvennu ólíku saman," útskýrir Lúðvík. Í grein sinni skrifar Rósa um að gagnrýni oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi á mannaráðningar meirihlutans í stjórnunarstöður að undanförnu gæti allt eins beinst að hennar eigin flokkssystkinum í Hafnarfirði. Segir Rósa meðal annars: „Samfylkingarfólki finnst ófaglega staðið að ráðningu í stjórnunarstöður í Kópavogi því þær hafi ekki verið auglýstar heldur fallið í skaut eldri starfsmanna í bæjarfélaginu. Fullyrt er að slíkar aðferðir þekkist ekki í öðrum sveitarfélögum. Það er misskilningur. Meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hefur einmitt talsvert notað þessa aðferð þegar ráðið hefur verið í stjórnunarstöður, á undanförnum árum og misserum." Nefnir Rósa nokkur dæmi um ráðningar meirihlutans í stjórnsýslu bæjarins þar sem hún telur að ekki hafi verið rétt að máli staðið. Einfaldlega verið að breyta starfsheitum „Rósa er að tala almennt um tilfærslur í starfi en þau dæmi sem hún nefnir hér hjá okkur eru í flestum tilvikum breytingar á störfum og starfssviðum, og það er annar hlutur. Það eru skýrar heimildir í kjarasamningum starfsmanna um rétt til slíkra breytinga þegar er verið að framkvæma stjórnsýslubreytinga eða einhverjar starfskipulagsbreytingar," segir Lúðvík. Lúðvík bætir við að í tilfellum Hafnarfjarðarbæjar hafi ekki verið að færa fólk til í algjörlega ný störf, eins og gert var í Kópavogsbæ. „Í Kópavogi voru skilgreindar nýjar stöður sem fólki var skákað til í. Í okkar tilfellum var einfaldlega verið að breyta starfsheitum og þróa störfin." Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir engan grundvöll fyrir gagnrýni Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem ritar um „sjálfsgagnrýni Samfylkingar" í Fréttablaðið í dag. „Hún er að blanda tvennu ólíku saman," útskýrir Lúðvík. Í grein sinni skrifar Rósa um að gagnrýni oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi á mannaráðningar meirihlutans í stjórnunarstöður að undanförnu gæti allt eins beinst að hennar eigin flokkssystkinum í Hafnarfirði. Segir Rósa meðal annars: „Samfylkingarfólki finnst ófaglega staðið að ráðningu í stjórnunarstöður í Kópavogi því þær hafi ekki verið auglýstar heldur fallið í skaut eldri starfsmanna í bæjarfélaginu. Fullyrt er að slíkar aðferðir þekkist ekki í öðrum sveitarfélögum. Það er misskilningur. Meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hefur einmitt talsvert notað þessa aðferð þegar ráðið hefur verið í stjórnunarstöður, á undanförnum árum og misserum." Nefnir Rósa nokkur dæmi um ráðningar meirihlutans í stjórnsýslu bæjarins þar sem hún telur að ekki hafi verið rétt að máli staðið. Einfaldlega verið að breyta starfsheitum „Rósa er að tala almennt um tilfærslur í starfi en þau dæmi sem hún nefnir hér hjá okkur eru í flestum tilvikum breytingar á störfum og starfssviðum, og það er annar hlutur. Það eru skýrar heimildir í kjarasamningum starfsmanna um rétt til slíkra breytinga þegar er verið að framkvæma stjórnsýslubreytinga eða einhverjar starfskipulagsbreytingar," segir Lúðvík. Lúðvík bætir við að í tilfellum Hafnarfjarðarbæjar hafi ekki verið að færa fólk til í algjörlega ný störf, eins og gert var í Kópavogsbæ. „Í Kópavogi voru skilgreindar nýjar stöður sem fólki var skákað til í. Í okkar tilfellum var einfaldlega verið að breyta starfsheitum og þróa störfin."
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira