Innlent

Forsetahjónin sáu Íslendinga leggja Pólverja

Dorrit Moussaieff forsetafrú óskar Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara til hamingju með sigurinn.
Dorrit Moussaieff forsetafrú óskar Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara til hamingju með sigurinn. MYND/Vilhelm

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú komu í nótt að íslenskum tíma til Beijing til að vera viðstödd lokadaga og lokaathöfn Ólympíuleikanna.

Fram kemur í tilkynningu forsetaembættisins að hjónin hafi horft á Íslendinga leggja Pólverja í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Munu þaufylgjast með öðrum leikjum í handbolta og ýmsum öðrum keppnisgreinum, heimsækja Ólympíuþorpið og hitta alla íslensku þátttakendurna.



Forsetahjónin fóru inn á völlinn og óskuðu leikmönnum íslenska landsliðsins til hamingju með sigurinn.MYND/Vilhelm

Þá mun Ólafur Ragnar funda með Hu Jintao, forseta Kína, að ósk hins síðarnefnda og fer sá fundur fram á föstudagsmorgun að kínverskum tíma. Eftir dvöl sína í Kína fer forsetinn til Bangladess þar sem hann situr ráðstefnu um loftslagsbreytingar og fæðuöryggi.

„Margar þjóðir í Asíu óttast nú afleiðingarnar af þeirri hækkun sjávarborðs sem bráðnun jökla og íss á norðurslóðum - á Grænlandi, Norðurskautinu og Íslandi - mun hafa í för með sér ef ekki tekst að koma í veg fyrir alvarlegar loftslagsbreytingar," segir í tilkynningu forsetaembættisins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×