Innlent

Maðurinn ófundinn - 60 björgunarsveitarmenn við leit á Esjunni

Frá leit björgunarsveita af manni í Esjuhlíðum fyrr í sumar.
Frá leit björgunarsveita af manni í Esjuhlíðum fyrr í sumar.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita enn af rúmlega þrítugum karlmanni sem er týndur á Esjunni. Maðurinn, sem var á göngu í fjallinu, lenti í þoku og hefur verið í villu síðan um klukkan hálf sex í dag. Maðurinn er í símasambandi við björgunarveitarmenn.

,,Við teljum okkur vera að nálgast svæðið þar sem höldum hann sé," segir Dagbjartur Brynjarsson, úr svæðisstjórn Björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem stýrir leitinni.

Tæplega 60 björgunarsveitarmenn eru þessa stundina við leitina í Esjuhlíðum og verður leitinni haldið áfram þangað til maðurinn finnst, að sögn Dagbjartar. Enn er þoka á svæðinu og farið að kólna.






Tengdar fréttir

Manns leitað í Esjuhlíðum

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú karlmanns sem týndur er í Esjunni. Maðurinn, sem var á göngu í fjallinu, lenti í þoku og hefur verið í villu síðan um klukkan hálf sex í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×