Innlent

Flugdólgarnir í Leifsstöð eru Bretar

Mennirnir voru að koma með flugi Icelandair frá Manchester
Mennirnir voru að koma með flugi Icelandair frá Manchester

Lögreglan á Suðurnesjum er í þessum töluðu orðum að taka skýrslur af flugdólgunum tveimur sem handteknir voru í Leifsstöð í gærkvöldi. Mennirnir tveir sem eru Bretar voru að koma með flugi Icelandair frá Manchester á Englandi.

Mennirnir voru handteknir eftir að hafa verið með almenn drykkjulæti í vélinni en þar óhlýðnuðust þeir m.a fyrirmælum áhafnar við lendingu. Eftir að vélin var lent héldu þeir áfram með ólæti í Leifsstöð og voru í kjölfarið handteknir og vistaðir í fangaklefum.

„Hegðun þeirra var ekki ákjósanleg og öll slík hegðun um borð í flugfari er litin alvarlegum augum, bæði af okkur og flugfélögunum," segir Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum í samtali við Vísi.

Eyjólfur reiknar með að mönnunum verði sleppt að skýrslutöku lokinni.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×