Ólafur til liðs við frjálslynda - niðurskurður í vændum hjá borginni 19. ágúst 2008 11:39 Ólafur F. Magnússon borgarstjóri boðaði til blaðamannafundar klukkan 11:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Þar tilkynnti Ólafur að hann hygðist ganga í Frjálslynda flokkinn og bjóða fram undir merkjum hans í næstu kosningum. Ólafur sagðist hafa rætt við Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins, sem styður ákvörðun Ólafs. Á fundinum vitnaði Ólafur einnig í minnisblað sem samið var á fjármálaskrifstofu borgarinnar en þar er gert ráð fyrir því að launakostnaður borgarinnar dragist saman um átta prósent auk þess sem dregið verði úr yfirvinnu. Að sögn Ólafs eru þessar hugmyndir enn í vinnslu en að þær sýni glögglega þá slæmu stöðu sem uppi er í fjármálum borgarinnar. Ólafur segist standa fyrir trausta og ábyrga fjármálastjórn, og til þess að unnt sé að koma í veg fyrir að þessar humgyndir verði að veruleika, þurfi menn að hætta við „milljarða gæluverkefni" sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi sýnt áhuga á. Aðspurður hvaða verkefni hann ætti við nefndi hann hugmyndir um stokk frá Geirsgötu og út í Ánanaust sem dæmi. Einn borgarfulltrúi Sjálfstæðisfllokks sammála Ólafi í Laugavegsmálinu Á fundinum fór Ólafur í löngu máli yfir baráttumál sín og stefnu auk þess sem hann ræddi samskipti sín við sjálfstæðismenn í meirihlutanum. Hann sagði að samstarfsmenn sínir í meirihlutanum hefðu í mörgum málum viðhaft óvönduð vinnubrögð við ákvarðanatöku og nefndi hann sérstaklega kaupin á húsunum við Laugaveg 4-6 í því samhengi. Hann tiltók sérstaklega að einn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefði verið sammála borgarstjóra að í því máli hafi verið farið of geist. Þegar blaðamenn gengu á hann og spurðu hvaða borgafulltrúa hann ætti við neitaði hann að gefa það upp. Hann sagði þó að borgastjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins væri svo margklofinn að hann væri í raun óstarfhæfur. Ólafur sagði einnig afskaplega mikilvægt að þau mál sem hann stendur fyrir eigi sér málsvara í næstu kosningum, annars sé hætta á að „ungir og óreyndir" stjórnmálamenn taki til dæmis upp á því að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Sjá meira
Ólafur F. Magnússon borgarstjóri boðaði til blaðamannafundar klukkan 11:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Þar tilkynnti Ólafur að hann hygðist ganga í Frjálslynda flokkinn og bjóða fram undir merkjum hans í næstu kosningum. Ólafur sagðist hafa rætt við Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins, sem styður ákvörðun Ólafs. Á fundinum vitnaði Ólafur einnig í minnisblað sem samið var á fjármálaskrifstofu borgarinnar en þar er gert ráð fyrir því að launakostnaður borgarinnar dragist saman um átta prósent auk þess sem dregið verði úr yfirvinnu. Að sögn Ólafs eru þessar hugmyndir enn í vinnslu en að þær sýni glögglega þá slæmu stöðu sem uppi er í fjármálum borgarinnar. Ólafur segist standa fyrir trausta og ábyrga fjármálastjórn, og til þess að unnt sé að koma í veg fyrir að þessar humgyndir verði að veruleika, þurfi menn að hætta við „milljarða gæluverkefni" sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi sýnt áhuga á. Aðspurður hvaða verkefni hann ætti við nefndi hann hugmyndir um stokk frá Geirsgötu og út í Ánanaust sem dæmi. Einn borgarfulltrúi Sjálfstæðisfllokks sammála Ólafi í Laugavegsmálinu Á fundinum fór Ólafur í löngu máli yfir baráttumál sín og stefnu auk þess sem hann ræddi samskipti sín við sjálfstæðismenn í meirihlutanum. Hann sagði að samstarfsmenn sínir í meirihlutanum hefðu í mörgum málum viðhaft óvönduð vinnubrögð við ákvarðanatöku og nefndi hann sérstaklega kaupin á húsunum við Laugaveg 4-6 í því samhengi. Hann tiltók sérstaklega að einn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefði verið sammála borgarstjóra að í því máli hafi verið farið of geist. Þegar blaðamenn gengu á hann og spurðu hvaða borgafulltrúa hann ætti við neitaði hann að gefa það upp. Hann sagði þó að borgastjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins væri svo margklofinn að hann væri í raun óstarfhæfur. Ólafur sagði einnig afskaplega mikilvægt að þau mál sem hann stendur fyrir eigi sér málsvara í næstu kosningum, annars sé hætta á að „ungir og óreyndir" stjórnmálamenn taki til dæmis upp á því að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni.
Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Sjá meira