Ólafur til liðs við frjálslynda - niðurskurður í vændum hjá borginni 19. ágúst 2008 11:39 Ólafur F. Magnússon borgarstjóri boðaði til blaðamannafundar klukkan 11:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Þar tilkynnti Ólafur að hann hygðist ganga í Frjálslynda flokkinn og bjóða fram undir merkjum hans í næstu kosningum. Ólafur sagðist hafa rætt við Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins, sem styður ákvörðun Ólafs. Á fundinum vitnaði Ólafur einnig í minnisblað sem samið var á fjármálaskrifstofu borgarinnar en þar er gert ráð fyrir því að launakostnaður borgarinnar dragist saman um átta prósent auk þess sem dregið verði úr yfirvinnu. Að sögn Ólafs eru þessar hugmyndir enn í vinnslu en að þær sýni glögglega þá slæmu stöðu sem uppi er í fjármálum borgarinnar. Ólafur segist standa fyrir trausta og ábyrga fjármálastjórn, og til þess að unnt sé að koma í veg fyrir að þessar humgyndir verði að veruleika, þurfi menn að hætta við „milljarða gæluverkefni" sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi sýnt áhuga á. Aðspurður hvaða verkefni hann ætti við nefndi hann hugmyndir um stokk frá Geirsgötu og út í Ánanaust sem dæmi. Einn borgarfulltrúi Sjálfstæðisfllokks sammála Ólafi í Laugavegsmálinu Á fundinum fór Ólafur í löngu máli yfir baráttumál sín og stefnu auk þess sem hann ræddi samskipti sín við sjálfstæðismenn í meirihlutanum. Hann sagði að samstarfsmenn sínir í meirihlutanum hefðu í mörgum málum viðhaft óvönduð vinnubrögð við ákvarðanatöku og nefndi hann sérstaklega kaupin á húsunum við Laugaveg 4-6 í því samhengi. Hann tiltók sérstaklega að einn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefði verið sammála borgarstjóra að í því máli hafi verið farið of geist. Þegar blaðamenn gengu á hann og spurðu hvaða borgafulltrúa hann ætti við neitaði hann að gefa það upp. Hann sagði þó að borgastjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins væri svo margklofinn að hann væri í raun óstarfhæfur. Ólafur sagði einnig afskaplega mikilvægt að þau mál sem hann stendur fyrir eigi sér málsvara í næstu kosningum, annars sé hætta á að „ungir og óreyndir" stjórnmálamenn taki til dæmis upp á því að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Ólafur F. Magnússon borgarstjóri boðaði til blaðamannafundar klukkan 11:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Þar tilkynnti Ólafur að hann hygðist ganga í Frjálslynda flokkinn og bjóða fram undir merkjum hans í næstu kosningum. Ólafur sagðist hafa rætt við Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins, sem styður ákvörðun Ólafs. Á fundinum vitnaði Ólafur einnig í minnisblað sem samið var á fjármálaskrifstofu borgarinnar en þar er gert ráð fyrir því að launakostnaður borgarinnar dragist saman um átta prósent auk þess sem dregið verði úr yfirvinnu. Að sögn Ólafs eru þessar hugmyndir enn í vinnslu en að þær sýni glögglega þá slæmu stöðu sem uppi er í fjármálum borgarinnar. Ólafur segist standa fyrir trausta og ábyrga fjármálastjórn, og til þess að unnt sé að koma í veg fyrir að þessar humgyndir verði að veruleika, þurfi menn að hætta við „milljarða gæluverkefni" sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi sýnt áhuga á. Aðspurður hvaða verkefni hann ætti við nefndi hann hugmyndir um stokk frá Geirsgötu og út í Ánanaust sem dæmi. Einn borgarfulltrúi Sjálfstæðisfllokks sammála Ólafi í Laugavegsmálinu Á fundinum fór Ólafur í löngu máli yfir baráttumál sín og stefnu auk þess sem hann ræddi samskipti sín við sjálfstæðismenn í meirihlutanum. Hann sagði að samstarfsmenn sínir í meirihlutanum hefðu í mörgum málum viðhaft óvönduð vinnubrögð við ákvarðanatöku og nefndi hann sérstaklega kaupin á húsunum við Laugaveg 4-6 í því samhengi. Hann tiltók sérstaklega að einn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefði verið sammála borgarstjóra að í því máli hafi verið farið of geist. Þegar blaðamenn gengu á hann og spurðu hvaða borgafulltrúa hann ætti við neitaði hann að gefa það upp. Hann sagði þó að borgastjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins væri svo margklofinn að hann væri í raun óstarfhæfur. Ólafur sagði einnig afskaplega mikilvægt að þau mál sem hann stendur fyrir eigi sér málsvara í næstu kosningum, annars sé hætta á að „ungir og óreyndir" stjórnmálamenn taki til dæmis upp á því að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira