Innlent

Segir stöðuna í Ossetíu erfiða

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins krefjast þess að rússneskt herlið verði tafarlaust kallað til baka og á þær slóðir sem það var fyrir átökin við Georgíu. Samskipti Rússa og NATO ríkjanna hafa laskast að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra og verða seint þau sömu og þau voru fyrir átökin í Georgíu.

Rússar segja brottflutningi hermanna samkvæmt vopnahléssamkomulagi við Georgíumenn ekki ljúka fyrr en á föstudaginn. Í dag var byrjað að flytja hermenn frá borginni Gori en um leið voru stríðsfangar teknir í hafnarborginni Poti og hald lagt á bandaríska herjeppa.

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkjanna sátu neyðarfund um málið í Brussel í morgun. Bandalagsríkin segja Rússa hafa brotið alþjóðalög með árás sinni og þar fyrir utan gangi heimkvaðning hermanna hægt.

Á fundinum var samþykkt að styrkja samstarf Atlantshafsbandlagsins og stjórnvalda í Tíblísí en engin tímamörk gefin um aðild Georgíu að NATO sem Rússar vilja koma í veg fyrir.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sat fundinn í dag. Hún segir stöðuna erfiða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×