Innlent

Marsibil: Ræddi eingöngu minnhlutasamstarf við Dag

Marsibil Sæmundardóttir
Marsibil Sæmundardóttir

Marsibil Sæmundardóttir segir það alrangt að hún hafi verið að ræða um mögulega inngöngu sína í Samfylkinguna þegar hún og Dagur B. Eggertsson hittust í morgun líkt og ýjað var að í fréttum Stöðvar 2 nú í hádeginu. Hún segist eingöngu hafa rætt við Dag hvernig samstarfi hennar við minnihlutann yrði háttað.

„Ég hef lýst yfir að ég ætli að vera óháð enn sem komið er og þetta samtal mitt við Dag var aðeins það fyrsta af þeim samtölum sem ég kem til með að eiga við fulltrúa minnihlutans á næstu dögum," segir Marsibil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×