Innlent

Segir vel hægt að sinna starfi borgarfulltrúa frá útlöndum

Það er vel hægt að sinna starfi borgarfulltrúa frá útlöndum með nútímatækni, segir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í sveitarstjórnarmálum. Ekki megi ofmeta landfræðilegar fjarlægðir á árinu 2008.

Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, sagði í fréttum í gær að Gísli Marteinn Baldursson hefði ekki verið kosinn í borgarstjórn til að sinna því starfi með hangandi hendi frá Edinborg - en þar ætlar Gísli að dvelja við meistaranám í borgarfræðum ásamt fjölskyldu sinni í eitt ár. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor er sérfræðingur í sveitarstjórnarmálum, og telur vel hægt að sinna starfinu frá útlöndum.

Fréttastofa Stöðvar 2 hefur reynt að hafa samband við mann og annan hjá Reykjavíkurborg til að fá upplýsingar um hversu mörg fordæmi séu fyrir því að borgarfulltrúar flytjist tímabundið til útlanda en haldi áfram störfum sem borgarfulltrúar án árangurs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×