Innlent

Eldfjöll hér á landi lík eldfjöllum á Mars

Eldfjöllin á Íslandi og á reykistjörnunni Mars eru lík og vísindamenn koma hingað til lands til að skoða hvernig gos á Mars ummynda plánetunnni. Katrín Pálsdóttir fór á ráðstefnu Alþjóða Eldfjallafræðisambandsins sem haldin er í Háskóla Íslands.

Hingað til lands eru komnir um áttahundrað eldfjallasérfræðingar frá fimmtíu löndum auk fjölda íslenskra sérfræðinga á ráðstefnu Alþjóða Eldfjallafræðisambandsins sem haldin er í Háskóla Íslands. Um sjö hundruð erindi verða haldin á ráðstefnunni í Háskóla Íslands.

Meðal gesta á ráðstefnunni er Sara Fagents frá Bandaríkjunum hún hefur rannsakað eldgos á Íslandi og unnið með öðrum vísindamönnum við að bera þau saman við eldgos frá Mars. Hún segir að margt sé líkt með Rauðhólum og Mývatni og ýmsum hraunmyndunum á Mars.

Sarah hefur komið hingað til lands síðastliðin sex ár til að halda áfram rannsóknum sínum. Hún segist hafa rannsakað svæðið í kringum Laka, Mývatn og það sér sérstaklega áhugavert að vinna í Rauðhólunum og rannsaka hraunmyndanir þar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×