Innlent

Nokkrar mínútur í símasamband á Eskifirði

Eskifjörður
Eskifjörður

Símasambandslaust hefur verið á stórum hluta á Eskifirði frá því klukkan þrjú í gær. Linda Waage upplýsingafulltrúi Símans segir viðgerð standa yfir og von sé á símasambandi á næstu mínútum.

Linda segir að jarðsímastrengur hafi farið í sundur en það er Míla sem sér um grunnkerfið. Eftir upplýsingum frá þeim stendur viðgerð yfir og henni er að ljúka. „Þetta á að koma í lag á næstu mínútum. Þeir hafa verið að gera við þetta síðan eldsnemma í morgun."






Tengdar fréttir

Símasambandslaust á Eskifirði í tæpan sólarhring

Stór hluti Eskifjarðar hefur verið símasambandslaus frá því klukkan þrjú í gær. Vilhelm Jónasson, íbúi á svæðinu, segist mjög ósáttur við þjónustu Símans því engin svör fáist hvenær samband kemst á aftur. „Það eina sem þeir segja er að viðgerð standi yfir sem er ekki rétt því það er enginn að vinna í þessu,“ segir Vilhelm og bendir á að ástandið sé mjög bagalegt því stór hluti íbúanna hafi nú hvorki heimasíma né Internettengingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×