Innlent

Aukaborgarstjórnarfundur á óvenjulegum tíma

Aukafundur borgarstjórnar á fimmtudag, þar sem nýr meirihluti tekur, hefst klukkan tíu um morguninn.

Það verður að teljast nokkuð óvenjulegur tími. Borgarstjórnarfundir eru jafnan á þriðjudögum og þá alla jafna eftir hádegi. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir tímasetninguna athyglisverða en segir hana ekki trufla minnihlutann í borgarstjórn.

Aðspurður hvort hann kunni skýringar á þessu segist Dagur ekki hafa þær. „Talsmenn hins nýja meirihluta verða að svara því hvers vegna þessi tími er valinn þegar flest fólk hefur lítinn tíma til að fylgjast með," segir Dagur. Hann segist aðspurður ekki muna eftir að boðað hafi verið til borgarstjórnarfundar á þessum tíma áður.

Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, forseta borgarstjórnar og verðandi borgarstjóra, og ekki var heldur hægt að lesa inn skilaboð til hennar þar sem talhólf hennar reyndist fullt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×