Innlent

Aukin umferð þar sem framhaldsskólar eru að byrja

MYND/Anton Brink

Lögregla býst við aukinni umferð á álagstímum í borginni í þessari viku í ljósi þess að framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu hefjast á ný eftir sumarfrí.

Eru ökumenn beðnir um að hafa þetta í huga og gera ráð fyrir að ferðatími, sérstaklega á morgnana milli klukkan átta og níu, kunni að lengjast frá því sem nú er. Gott ráð til að komast hjá mestu umferðarösinni sé að leggja fyrr af stað en ella eða síðar eftir atvikum.

Í tilkynningu lögreglu segir að reynsla síðustu tveggja ára sýni að umferðaróhöppum í september, samanborið við meðaltal tveggja mánaða þar á undan, fjölgi um allt að fimmtung og óhöppum þar sem meiðsl verða á vegfarendum um nærri þriðjung. Til mikils sé því að vinna fyrir vegfarendur að aka varlega og þá sérstaklega næstu vikur þegar umferðin komi til með að aukast mikið og nýir vegfarendur bætast í hópinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×