Innlent

Segir gott að Matthías birti dagbækur sínar

Þorbjörn Broddasson, prófessor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, segir dagbækur Matthíasar Johannessen mjög forvitnilegar og dýrmætar og að hann sé að gera landsmönnum greiða með því að birta þær.

Í dagbókum Mathíasar Johannessen fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins er hægt að lesa samtöl hans við ýmsa framámenn í íslensku þjóðfélagi marga undanfara áratugi. Þar eru rakin samtöl hans til dæmis við Svavar Gestsson, Davíð Oddsson, Geir H. Haarde.

Margir hafa bent á að þarna væri Matthías að bregðast trúnaði við þessa menn, sem hafi aldrei búist við því að samtölin við Matthias yrðu gerð opinber með því að birta þau á vefsíðu.

Doktor Þorbjörn Broddason prófessor við Háskóla Íslands hefur kennt fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands í yfir þrjátíu ár. Hann segir að ef ýmsir forystumenn íslenskrar vinstrihreyfingar hafi tekið upp á því að hitta ristjóra Morgunblaðsins sem skriftaföður, þá hafi þeir mátt búast við niðurstöðu af þessu tagi.

Stöð 2 spurði Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóra, hvort hann væri ekki að brjóta trúnað með dagbókarfærslum sínum. Hann svaraði: ,,Það sem var kannski trúnaður fyrir 30 til 40 árum er ekki trúnaður í dag, því ef svo væri þá væri engin saga."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×