Innlent

Næturopnun Office1 - Framkvæmdastjóri á næturvakt

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Office1.
Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Office1.

Frá og með deginum í dag og alla næsta viku verður verslun Office1 í Skeifunni opin allar sólarhringinn. Þetta er gert til að koma til móts við viðskiptavini og dreifa álagi á starfsfólk fyrirtækisins, að sögn Hannesar S. Jónssonar framkvæmdastjóra Office1.

,,Ég verð á vakt í nótt. Allavega eitthvað vel inn í nóttina," segir Hannes sem á von á góðum viðtökum. ,,Þetta hefur aldrei verið gert áður í þessum bransa og í fyrsta sinn sem verslun eins og þessi verður opin allan sólarhringinn."

„Undanfarin ár hefur verið það mikið að gera hjá okkur að starfólkið hefur þurft að vinna langt fram eftir nóttu við áfyllingar og tiltekt í verslunum. Þannig verður það ekki í ár. Nú tökum við við upp vaktafyrirkomulag þannig að álag á starfsmenn mun dreifast og allir fá góða hvíld," segir Hannes og bætir við að ákvörðun um næturopnun í Skeifunni og Glerártorgi er tekin í fullu samráði við starfsfólk þessara verslanna.

Hannes segir að með því að bjóða upp á næturopnun sé fyrirtækið að koma til móts við viðskiptavini sína. ,,Nú geta allir verslað skólavörurnar á þeim tíma sem þeim hentar og þá sérstaklega þeir sem starfa vaktavinnu geta nú verslað skólavörurnar á leið heim úr vinnu, já eða á leið í vinnuna," segir Hannes.

Sólarhringsopnun í verslun Office1 í Skeifunni sem hefst í dag stendur til þriðjudagsins 26. ágúst. Næturvaktin á Glerártorgi á Akureyri hefst miðvikudaginn 20. ágúst og stendur til laugardagsins 23.ágúst. Opnunartími verslana Office1 í Hafnarfirði, Selfossi, Vestmannaeyjum, Egilsstöðum og á Ísafirði verður einnig lengri en verslun fyrirtækisins í Smáralind mun fylgja opnunaríma verslunarmiðstöðvarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×