Innlent

Skýrist á fimmtudag til hvaða aðgerða verður gripið

Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson. MYND/Stefán

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ekki ætla að ræða fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir hjá borginni á forsendum minnisblaðsins sem Ólafur F. Magnússon talaði um á blaðamannafundi fyrr í dag. Ólafur sagði frá því að hugmyndir væru uppi innan borgarkerfisins að draga saman launakostnað um átta prósent og minnka yfirvinnu borgarstarfsmanna.

„Ég ætla ekkert að ræða þetta á forsendum einhvers minnisblaðs sem Ólafur er að veifa," segir Gísli Marteinn þegar Vísir náði sambandi við hann í Edinborg eftir að hafa ítrekað reynt að ná sambandi við aðra borgarfulltrúa flokksins sem eru staddir nær hringiðu borgarmálana í Reykjavík.

„Það dylst hins vegar engum sem vinnur við borgarstjórnina núna að það eru erfiðir tímar framundan í efnahagsmálunum. Þau Hanna Birna Kristjánsdóttir og Óskar Bergsson hafa bæði bent á þetta undanfarna daga."

Gísli segir ekki tímabært að fara nánar út í hvaða aðgerða verði gripið en að það komi í ljós á fimmtudaginn kemur þegar málefnasamningur nýs meirihluta verður kynntur. „Það er alveg ljóst að menn þurfa að vanda sig við fjármálastjórn borgarinnar á næstu misserum," segir Gísli Marteinn.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×