Innlent

Ingibjörg: Ekki sambærilegt við flutning Gísla til Edinborgar

Nokkur umræða hefur verið um þá ákvörðun Gísla Marteins að starfa áfram sem borgarfulltrúi næsta árið þótt hann muni þá búa ásamt fjölskyldu sinni í Edinborg í Skotlandi til að stunda meistaranám í borgarfræðum.

Hann hefur ekki viljað koma í viðtal við Stöð 2 en segir á bloggsíðu sinni að hann telji að hann geti sinnt borgarfulltrúastarfinu með sóma þrátt fyrir nám í Edinborg. Hann bendir á að fjölmörg dæmi séu um að menn hafi verið í öðrum krefjandi verkefnum og störfum samhliða borgarfulltrúastarfinu. Meðal annars hafi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í tíð sinni sem borgarfulltrúi farið í nám til Lundúna í London School of Economics frá janúar til maí 2004.

Varaborgarfulltrúi var ekki kallaður inn í stað Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar hún fór í fjögurra mánaða námsleyfi til Lundúna fyrir fjórum árum. Hún telur það ekki sambærilegt við flutning Gísla Marteins Baldurssonar til Edinborgar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×