Innlent

Rúmlega 80 prósenta verðmunur á skötusel

Um áttatíu prósenta verðmunur reyndist á skötusel í verðkönnun sem Neytendastofa gerði hjá 32 fiskbúðum á höfuðborgar- og Árborgarsvæðinu á dögunum.

Ódýrastur reyndist skötuselurinn 1585 krónur kílóið en dýrastur 2890 krónur kílóið. Þá reyndist um fjórðungs verðmunur á ýsu hjá dýrustu og ódýrustu fiskbúðinni. Enn fremur munaði 43 prósentum á hæsta og lægsta verði á ýsuhakki og helmingsmunur var á hæsta og lægsta verði á saltfiski.

Neytendastofa kannaði líka hvernig verðmerkingum væri háttað í fiskbúðunum og reyndust þær almennt í góðu lagi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×