Innlent

Segja rassskellingardóm brot á Barnasáttmála SÞ

Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Barnaheill harma niðurstöður dóms í Héraðsdómi Norðurlands eystra í máli karlmanns sem hafði ítrekað beitt tvo drengi 4 og 6 ára líkamlegum refsingum.

Karlmaðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum með því að hafa rassskellt drengina en var sýknaður. Í tilkynningu Barnaheilla er minnt á að íslensk stjórnvöld hafi staðfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið sé skýrt á að börn skuli njóta verndar gegn öllu ofbeldi, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu. Einn fremur sé kveðið á um að börn megi ekki beita ómannúðlegri meðferð eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu. Dómurinn sé því brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Hvetja Barnaheill íslenskt dómskerfi til að standa vörð um réttindi barna og nýta til fullnustu þau lagaákvæði sem kveða á um vernd barna gegn líkamlegum refsingum og öðru ofbeldi. Samtökin hvetja einnig Alþingi til að endurskoða barnaverndarlögin og barnalögin og setja þar skýr ákvæði um að líkamlegar refsingar séu undir engum kringumstæðum leyfðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×