Innlent

Eldur í dekkjastæðu á Selfossi

Mikilll eldur gaus upp í stórri dekkjastæðu á athafnasvæði Gámaþjónustu Suðurlands á Selfossi í nótt. Slökkviliðið var kallað út um klukkan hálf þrjú og var mikið eldhaf á vettvangi þegar liðið kom þangað.

Beitt var kvoðu til að kæfa eldinn og var slökkvistarfi lokið um klukkan fjögur. Í fyrstu lagði mikinn og þykkan reyk frá eldinum, en svo vel vildi til að vindátt var hagstæð og bægði honum frá byggðinni.

Talið er fullvíst að kveikt hafi verið í stæðunni, en enginn hefur verið handtekinn vegna þess og engin sérsakur liggur enn undir grun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×