Innlent

Marsibil á leið í Samfylkinguna?

Viðræður eru hafnar milli Marsibilar Sæmundardóttur og Dags B. Eggertssonar oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn um inngöngu hennar í Samfylkinguna.

Marsibil og Dagur komu saman til fundar í morgun en myndatökumaður Stöðvar 2 náði þessum myndum af þeim við Reykjavíkurtjörn skömmu fyrir hádegi, um það bil sem blaðamannafundur F-listans var að hefjast í Ráðhúsinu.

Marsibil sagði sig úr Framsóknarflokknum í gær og í fréttum okkar í gærkvöld útilokaði hún ekki að hún myndi ganga í Samfylkinguna enda stæði sá flokkur næst henni málefnalega.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×