Innlent

Kveikt í bíl í Keflavík

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í nótt mann, sem er grunaður um að hafa brotið rúðu í fólksbíl við fjölbýlishús við Vatnsholt í Reykjanesbæ um klukkan hálf tíu í gærkvöldi, hellt inn í hann bensíni og kveikt í.

Íbúi í nálægu húsi brá skjótt við , kallaði á slökkviliðið og náði svo að slá á mesta eldinn með handslökkvitæki, þannig að hann barst ekki í húsið. Slökkviliðið var fljótt að slökkva eldinn, en bíllinn er ónýtur.

Vitni sáu mann hlaupa af vettvangi og leiddi lýsing þeirra til handtöku mannsins, sem hefur áður komist í kast við lögin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×