Innlent

Mengun í borginni yfir heilsuverndarmörk á sunnudaginn

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/GVA

Mengun í höfuðborginni fór yfir heilsuverndarmörk á sunnudaginn var og var það vegna mengunar frá meginlandi Evrópu.

Fram kemur í tilkynningu frá umhverfissviði borgarinnar að styrkur svifryks hafi á sunnudaginn verið rétt yfir sólarhingsheilsuverndarmörkum í Reykjavík og mældist hann 52,3 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveginn. Viðmiðunarmörkin eru fimmtíu. Í dag og í gær hefur svifrykið hins vegar verið vel undir heilsuverndarmörkum.

„Þetta sýnir okkur að uppspretta loftmengunar er af ýmsum toga og þótt við búum lengst norður í Atlantshafi þá verður hér vart mengunar frá meginlandinu, eins og við höfum orðið var við á undanförnum árum," segir Anna Rósa Böðvarsdóttir hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í tilkynningunni.

„Mengun milli landa er mjög vel þekkt á meginlandi Evrópu, til dæmis berst reglulega svifryk frá sandstormum Sahara yfir viss lönd. Út frá þessu erum við lánsöm að búa langt frá öðrum löndum," segir Anna Rósa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×