Innlent

Hlaupa hálft maraþon með hjólastóla

Tuttugu manna sveit slökkviliðsmanna hyggst hlaupa með fólk í hjólastól í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis sem verður á laugardaginn kemur.

Að sögn Guðmundar Guðjónssonar slökkviliðsmanns er þetta í fjórða sinn sem slökkviliðsmenn gera þetta en um er að ræða samvinnuverkefni slökkviliðsins og Íþróttafélags fatlaðra. Slökkviliðsmennirnir láta ekki minna duga en hálft maraþon og um leið safna þeir áheitum fyrir Íþróttafélag fatlaðra og líknarsjóð slökkviliðsins. Hægt er að heita á þá á heimasíðu Glitnis þar sem áheitum vegna hlaupsins er safnað.

Að sögn Guðmundar hafa stífar æfingar staðið yfir að undanförnu. „Menn eru alltaf eitthvað að æfa og það eru allir vel stemmdir," segir Guðmundur en segja má að slökkviliðsmenn séu hálfpartinn atvinnuíþróttamenn þar sem þeir þurfa alltaf að halda sér í góðu formi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×