Innlent

Fá áfram undanþágu fyrir hámarkstaxta

MYND/Vilhelm

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að veita leigubílastöðinni Hreyfli áfram undanþágu til að gefa út sameiginlegan ökutaxta fyrir leigubílsstjóra sem starfa á stöðinni.

Þau skilyrði eru þó sett fyrir ákvörðuninni að hagsmunafélag leigubílstjóra hjá félaginu ákvarði taxtann og að hámarkstaxtinn verði prentaður á stórt og auðlæsilegt spjald sem verði í leigubílunum.

Forsaga málsins er sú að Samkeppniseftirlitið afnam fyrir tveimur árum hámarkstaxta leigubíla og máttu leigubílastöðvar ekki hafa með sér samstarf eða samskipti um ökutaxta. Hreyfill sótt hins vegar um undanþágu frá þessu og vísaði meðal annars til hagsmuna neytenda af því að geta gengið að sama verðinu hjá öllum bílstjórum fyrirtækisins.

Við þeirri beiðni varð Samkeppniseftirlitið og er þetta í annað sinn sem undanþágan er endurnýjuð. BSR og Aðalstöðin fengu einnig sams konar undanþágu í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×