Innlent

Tveir fluttir með hraði á sjúkrahús eftir harðan árekstur

Tveir voru fluttir með hraði á sjúkrahús eftir harðan árekstur jeppa og vörubíls á Krýsuvíkurvegi fyrir ofan Vallarhverfið í Hafnarfirði um tíuleytið í morgun. Að sögn slökkviliðs voru hinir slösuðu í jeppanum en nota þurfti klippur til þess að ná þeim út. Ökumann vörubílsins mun ekki hafa sakað alvarlega. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir og ekki heldur hversu alvarlega slasaðir mennirnir tveir eru.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×