Fleiri fréttir

Sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður á tvítugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hann sló annan karlmann í andlitið á Ráðhústorgi í miðbæ Akureyrar um verslunarmannahelgi 2006.

Lúðvík ósammála ráðherra um dómaraskipan

Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er ósamála Árna Mathiesen, settum dómsmálaráðherra, í dómaramálinu og hefur átt hreinskiptar umræður við hann um það. Þetta kom fram í máli þingmannsins við upphaf þingfundar í dag.

Loftbólurnar reyndust vera heitt vatn

Kafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru við störf í Nauthólsvík um tvöleytið í dag. Tilkynning barst slökkviliði um að loftbólur bærust upp á yfirborð sjávar í víkinni og var kafað niður á botn til þess að kanna málið. Í ljós kom að um útstreymi heits vatns var að ræða og því engin hætta á ferðum.

Fáfnismenn á hrakhólum

Eigendur húsnæðisins við Frakkastíg þar sem mótorhjólaklúbburinn Fáfnir MC heldur til hafa sagt upp leigusamningnum við klúbbinn. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga sem eiga húsið, segir að þeir séu á leiðinni í burtu á næstunni en ekki liggi fyrir hvenær þeir þurfa að taka saman föggur sínar.

Ekki hægt að hleypa öllum að auðlindinni í sjónum

Varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis segir að álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðistjórnunarkerfið sé ákveðið áfall fyrir Íslendinga. Formaður nefndarinnar segir ekki hægt að hleypa öllum að auðlindinni í sjónum vegna þess að þá yrðu veiðarnar stjórnlausar.

Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir bókhaldsbrot

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 16,5 milljóna króna fyrir ýmis bókhaldsbrot í tengslum við starf hans sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður einkahlutafélags.

Vinnustundum karla fækkar á milli ára

Starfandi fólki á vinnumarkaði fjölgaði um 6.400 á fjórða ársfjórðungi síðasta árs frá sama tímabili árið áður og voru tæplega 180 þúsund manns á vinnumarkaði.

Engin stóróhöpp í umferðinni

Fáir meiddust og engin alvarlega þrátt fyrir að minnsta kosti þrjátíu árekstra á höfuðborgarsvæðinu í gær.

Vopnaðir dólgar gengu berserksgang í Breiðholti

Tveir karlmenn í annarlegu ástandi vegna neyslu fíkniefna, og vopnaðir öxum, gengu berserksgang í tveimur stigagöngum fjölbýlishúsa í Bakkahverfi í Breiðholti undir kvöld í gærkvöld og skelfdu þar íbúana.

Gullforði Seðlabankans: 700 milljóna verðhækkun

Tæplega tveggja tonna gullforði Seðlabankans hefur aukist mjög að verðgildi undanfarnar vikur. Hann var fyrir einum og hálfum mánuði metinn á rúma þrjá milljarða króna, en slagar nú hátt upp í fjóra. Verðið nú miðað við heimsmarkaðsverð nemur um 3,7 milljörðum króna. Gullverð er í hæstu hæðum. Það hefur verið á uppleið á heimsmarkaði og hefur undanfarna tólf mánuði hækkað um 50 prósent.

Hússjóður axlar einn ábyrgð á dauðslysi

„Ef einhver ber hér ábyrgð þá erum það við og engir aðrir,“ segir Garðar Sverrisson, formaður hússjóðs Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ), um dauðaslys sem varð eftir að íbúi með framheilaskaða lést í fyrra af brunasárum sem hann hlaut inni á baðherbergi sínu í Hátúni.

Fyrrverandi dómstjóri: Ákvörðun Árna sorgleg

Freyr Ófeigsson, fyrrverandi dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystri, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld að ákvörðun Árna Mathiesen um að skipa Þorstein Davíðsson dómara væri sorgleg og til þess fallin að rýra álit almennings á dómstólum.

Undirbúa skaðabótamál gegn kreditkortafyrirtækjunum

Á fundi í Kaupmannafélagi Akureyrar í morgun var ákveðið að hefja undibúning skaðabótamáls, þar sem kaupmennirnir kæra greiðslukortafyrirtækin sem viðurkennt hafa ólöglegt samráð og féllust á að greiða 735 milljónir króna í sekt vegna svindlsins.

Segir málflutning Sigurðar Líndal honum til minnkunar

Gagnrýni Sigurðar Líndals, lagaprófessors, á ráðningu Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara, er honum til minnkunar, segir forsætisráðherra. Hann segir flokkskírteini ekki hafa ráðið neinu varðandi ráðningu Þorsteins.

Snjóþungt í Vestmannaeyjum

Snjó kyngdi niður í Vestmannaeyjum í nótt og voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða fólk í morgunsárið. Vanalega er snjólétt á þessum syðsta hluta landsins, en árrisulir Eyjamenn lentu í vandræðum, og ekki bara árrisulir því umferð gekk afar hægt í dag.

Getur Davíð gefið hlutlæga umsögn um Kaupþing?

Valgerður Sverrisdóttir þingmaður Framsóknarflokksins velti því fyrir sér á Alþingi í dag hvort að Davíð Oddsson seðlabankastjóri gæti gefið hlutlæga umsögn um fyrirtækin Landic property og Kaupþing þegar forsagan væri höfð í huga.

Héraðsdómur féllst á kröfu um gæsluvarðhald

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst síðdegis í dag á kröfu um að fimm Litháar verði í áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 18. janúar en þeir réðust að lögreglumönnum við skyldustörf á Laugavegi aðfaranótt föstudags.

Mótmæla ákvörðun um að læknar hætti að manna neyðarbíl

Læknar neyðarbílsins sendu í dag frá sér tilkynningu þar sem þeirri ákvörðun um að læknar hætti að manna neyðarbíl Landspítalans er mótmælt. Læknarnir skora á íbúa höfuðborgarsvæðisins að mótmæla þessari ákvörðun.

Fagnar afnámi 24 ára reglunnar

Svokölluð 24 ára regla verður felld úr útlendingalögum, samkvæmt frumvarpi sem dómsmálaráðherra hyggst leggja fram til breytingar á lögunum á vorþingi. Eins og lögin er nú, er gert ráð fyrir að erlendur ríkisborgari í hjúskap með íslenskum ríkisborgara þurfi að vera orðinn 24 ára til að öðlast dvalarleyfi á grundvelli hjúskaparins.

Sjálfstæðismenn ánægðir með Össur

Á félagsfundi í Sjálfstæðisfélagi Húsavíkur og nágrennis sem haldinn var í gær var mikilli ánægju lýst með heimsókn Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra til bæjarins og ummæli hans um fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík. Fundurinn ályktaði eftirfarandi:

Björgunarsveitir kallaðar út að Laugarvatni

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út að Laugarvatni vegna bíla sem sitja fastir þar. Slæm færð er í uppsveitum Árnessýslu að sögn Bjarna Daníelssonar hjá björgunarsveitinni Ingunni. Hann varar fólk við því að vera á ferli að óþörfu. Ekki er vitað til að alvarleg slys hafi orðið í umferðinni það sem af er degi, þrátt fyrir mikla snjókomu og hálku á suð-vestanverðu landinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að umferðaróhöpp séu að minnsta kosti þriðjungi fleiri en á meðaldegi.

Í þriggja vikna varðhald vegna misheppnaðs ráns

Starfsmaður Sunnubúðar sem handtekinn var í gær fyrir að sviðsetja rán í búðinni ásamt félaga sínum var í dag úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald og síbrotagæslu að sögn lögreglu.

Þrautþjálfaðir slagsmálahundar áfram í gæsluvarðhaldi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á það við dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur að gæsluvarðhald yfir fimm mönnum sem réðust á fíkniefnalögreglumenn í miðborginni á aðfararnótt föstudagsins síðasta. Mennirnir réðust að lögreglumönnunum sem voru við hefðbundið fíkniefnaeftirlit með þeim afleiðingum að fjórir þeirra slösuðust.

Um tuttugu sagt upp því Samherji hættir rækjuvinnslu á Akureyri

Rúmlega 20 manns verður sagt upp hjá Samherja í kjölfar þeirrar ákvörðunar fyrirtækisins að hætta rækjuvinnslu á Akureyri. Fram kemur í tilkynningu á heimasíðu félagsins að fundur hafi verið haldinn með starfsmönnunum og þeim tilkynnt um ákvörðunina.

Sögðu Sultartangavirkjun faglegan ruslahaug

Forsvarsmenn Rafiðnaðarsambandsins bentu á það árið 2000 að Sultartangavirkjun væri faglegur ruslahaugur. Á þetta benti Gunnar Svavarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Borgarbúar duglegir að flokka ruslið

Minna magn af óflokkuðu heimilissorpi mældist í tunnum borgarbúa árið 2007 heldur en 2006 að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. „Þetta eru tíðindi því magnið hefur aukist ár frá ári þangað til núna," segir Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri Skrifstofu neyslu og úrgangs á Umhverfissviði.

Engin alvarleg slys

Ekki er vitað til að alvarleg slys hafi orðið í umferðinni það sem af er degi, þrátt fyrir mikla snjókomu á suð-vestanverðu landinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að umferðaróhöpp séu 21 talsins frá því klukkan sjö í morgun, sem er um þriðjungi meira en á meðaldegi. Lögreglan á Selfossi segir að færðin sé ákaflega slæm og vill beina þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferðinni að óþörfu.

Telur ráðherra hafa verið innan valdaheimilda sinna

Geir H. Haarde telur að bæði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, hafi verið vel innan sinna valdheimilda þegar þeir hafi veitt þremur einstaklingum embætti nýlega. Hann átelur orð Sigurðar Líndal lagaprófessors í Fréttablaðinu í dag um dómaraskipan Árna. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á alþingi í dag.

Stjórn Faxaflóahafna ósammála áliti Sundabrautarnefndar

Stjórn Faxaflóahafna sf. er ekki sammála því að nauðsynlegt sé að efna til útboðs vegna Sundabrautar eins og kemur fram í niðurstöðum starfshóps ríkisstjórnarinnar og Faxaflóahafna. Í dag var til umræðu hjá stjórninni ný skýrsla starfshópsins og var samþykkt einróma eftirfarandi ályktun vegna málsins:

Enn á gjörgæslu eftir vinnuslys

Starfsmaður í vöruhúsi Jóhanns Rönning við Klettagarða í Reykjavík slasaðist alvarlega þegar hann féll fjóra metra ofan á steingólf í húsi fyrirtæksins á sjöunda tímanum í gærkvöldi.

Sjá næstu 50 fréttir