Innlent

Vopnaðir dólgar gengu berserksgang í Breiðholti

Tveir karlmenn í annarlegu ástandi vegna neyslu fíkniefna, og vopnaðir öxum, gengu berserksgang í tveimur stigagöngum fjölbýlishúsa í Bakkahverfi í Breiðholti undir kvöld í gærkvöld og skelfdu þar íbúana.

Þeir ruddust meðal annars inn í íbúð við Blöndubakka, þar sem kona og þrjú ungabörn voru heima, og létu þeir þar dólgslega. Lögrgla sendi fjölmennt lið á mörgum bílum á vettvang þar sem mennirnir voru vopnaðir. Þeir höfðu hinsvegar falið axirnar í trjágróðri þegar þeir voru umkringdir og handteknir í Arnarbakka.

Mönnunum var sleppt eftir ítarlegar yfirheyrslur, en mál þeirra verður rannsakað nánar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×