Varað við nýrri tegund Nígeríubréfa 16. janúar 2008 09:57 Embætti ríkislögreglustjóra varar við nýrri tegund svokallaðra Nígeríubréfa sem berast fólki í tölvupósti. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að í bréfinu, sem borist hefur nokkrum aðilum hér á landi, kveðst sendandinn vera endurskoðandi við PRIME BANK í London. Hann segist leita eftir samstarfi við heiðarlegan aðila í því skyni að flytja úr landi rúmar 8,5 milljónir sterlingspund. Því er heitið að upphæðinni verði skipt til helminga. Lögregla ítrekar að á bak við Nígeríubréfin standi óprúttnir aðilar sem svífist einskis. Því miður hafi margir Íslendingar látið glepjast og fjárhagslegt tjón þeirra er umtalsvert. „Svikahrapparnir beita ýmsum brögðum og velþekkt er brella þeirra sem þykjast vera fulltrúar erlendra ríkisstjórna. Gjarnan eru sendar tilkynningar þar sem fólki er lofað ótrúlegustu hlutum. Dæmi um það er að upplýsa fólk um að þess bíði vænn arfur. Svikahrapparnir notast einkum við tölvupóst en talið er að 1 prósent viðtakenda láti blekkjast. Til að koma málum af stað er viðkomandi fenginn til að leggja fram ákveðna upphæð sem vindur stöðugt upp á sig. Sífellt þarf að bæta við upphæðina svo arfurinn, eða hvað það nú er, geti komist í réttar hendur. Stöðugt eru færðar fram nýjar afsakanir til að hafa enn meira fé af hinum hrekklausu," segir ríkislögreglustjóri. Þá segir lögregla að einnig sé algengt að happdrættisvinningar séu nýttir í blekkingarskyni. Viðtakandi fær þá tilkynningu um að hann hafi hlotið vinning. Síðar er viðtakanda greint frá því að hann þurfi að leggja fram tiltekna upphæð áður en vinningurinn verði greiddur út. Málið vindur síðan upp á sig og stöðugt er leitast við að hafa meira fé af fórnarlambinu. Varað við tölvubréfum með morðhótunum Áður hefur Ríkislögreglustjórinn varað við svikahröppum er senda einstaklingum tölvubréf sem innihalda morðhótanir frá leigumorðingja. Þar er á ferðinni ný tegund ruslpósts sem kallast "hit man scam" eða "killer spam". Þessi tegund tölvupósts er ein tegund svindls sem kennd er við grein "419" en það er ákvæði í nígerískum hegningarlögum er varðar fjársvik. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum FBI og New Scotland Yard í Bretlandi hafa fengið margar kvartanir frá fólki vegna þessara sendinga. „Í tölvupóstinum kemur fram að greiði viðtakandi tiltekna upphæð inn á bankareikninga erlendis þá verði lífi viðkomandi þyrmt. Svikahrapparnir beita ýmsum brögðum og er nýleg aðferð þeirra að senda tölvupóst í nafni erlendra lögreglustofnana eins og FBI. Þar kemur fram að nafn viðtakanda hafi fundist í fórum handtekins leigumorðingja sem myrt hafi einstaklinga í Bandaríkjunum og Bretlandi. Fórnarlömbin hafi ekki greitt þá upphæð sem krafist var fyrir að þyrma lífi þeirra. Er viðtakandi beðinn um að svara tölvupóstinum til að hjálpa til við frekari rannsókn málsins," segir lögregla. Almenningi er bent á að leita til lögreglu berist sambærilegur póstur og lýst er hér að framan. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra varar við nýrri tegund svokallaðra Nígeríubréfa sem berast fólki í tölvupósti. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að í bréfinu, sem borist hefur nokkrum aðilum hér á landi, kveðst sendandinn vera endurskoðandi við PRIME BANK í London. Hann segist leita eftir samstarfi við heiðarlegan aðila í því skyni að flytja úr landi rúmar 8,5 milljónir sterlingspund. Því er heitið að upphæðinni verði skipt til helminga. Lögregla ítrekar að á bak við Nígeríubréfin standi óprúttnir aðilar sem svífist einskis. Því miður hafi margir Íslendingar látið glepjast og fjárhagslegt tjón þeirra er umtalsvert. „Svikahrapparnir beita ýmsum brögðum og velþekkt er brella þeirra sem þykjast vera fulltrúar erlendra ríkisstjórna. Gjarnan eru sendar tilkynningar þar sem fólki er lofað ótrúlegustu hlutum. Dæmi um það er að upplýsa fólk um að þess bíði vænn arfur. Svikahrapparnir notast einkum við tölvupóst en talið er að 1 prósent viðtakenda láti blekkjast. Til að koma málum af stað er viðkomandi fenginn til að leggja fram ákveðna upphæð sem vindur stöðugt upp á sig. Sífellt þarf að bæta við upphæðina svo arfurinn, eða hvað það nú er, geti komist í réttar hendur. Stöðugt eru færðar fram nýjar afsakanir til að hafa enn meira fé af hinum hrekklausu," segir ríkislögreglustjóri. Þá segir lögregla að einnig sé algengt að happdrættisvinningar séu nýttir í blekkingarskyni. Viðtakandi fær þá tilkynningu um að hann hafi hlotið vinning. Síðar er viðtakanda greint frá því að hann þurfi að leggja fram tiltekna upphæð áður en vinningurinn verði greiddur út. Málið vindur síðan upp á sig og stöðugt er leitast við að hafa meira fé af fórnarlambinu. Varað við tölvubréfum með morðhótunum Áður hefur Ríkislögreglustjórinn varað við svikahröppum er senda einstaklingum tölvubréf sem innihalda morðhótanir frá leigumorðingja. Þar er á ferðinni ný tegund ruslpósts sem kallast "hit man scam" eða "killer spam". Þessi tegund tölvupósts er ein tegund svindls sem kennd er við grein "419" en það er ákvæði í nígerískum hegningarlögum er varðar fjársvik. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum FBI og New Scotland Yard í Bretlandi hafa fengið margar kvartanir frá fólki vegna þessara sendinga. „Í tölvupóstinum kemur fram að greiði viðtakandi tiltekna upphæð inn á bankareikninga erlendis þá verði lífi viðkomandi þyrmt. Svikahrapparnir beita ýmsum brögðum og er nýleg aðferð þeirra að senda tölvupóst í nafni erlendra lögreglustofnana eins og FBI. Þar kemur fram að nafn viðtakanda hafi fundist í fórum handtekins leigumorðingja sem myrt hafi einstaklinga í Bandaríkjunum og Bretlandi. Fórnarlömbin hafi ekki greitt þá upphæð sem krafist var fyrir að þyrma lífi þeirra. Er viðtakandi beðinn um að svara tölvupóstinum til að hjálpa til við frekari rannsókn málsins," segir lögregla. Almenningi er bent á að leita til lögreglu berist sambærilegur póstur og lýst er hér að framan.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira