Innlent

Ákærður fyrir að slá mann í höfuðið með gangstéttarhellubroti

Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. MYND/SMK

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir utan veitingastaðinn Kaffi Láru á Seyðisfirði í október í fyrra.

Ákæra á hendur honum var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í gær en samkvæmt henni á maðurinn að hafa slegið annan mann í höfuðið með broti úr gagnstéttarhellu og sparkað nokkrum sinnum í bak og fætur hans með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut sár á höfði og ökklabrotnaði.

Krafist er refsingar yfir manninum og þá gerir fórnarlambið kröfu um tæplega tveggja milljóna króna bætur vegna árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×