Innlent

Þrautþjálfaðir slagsmálahundar áfram í gæsluvarðhaldi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á það við dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur að gæsluvarðhald yfir fimm mönnum sem réðust á fíkniefnalögreglumenn í miðborginni á aðfararnótt föstudagsins síðasta. Mennirnir réðust að lögreglumönnunum sem voru við hefðbundið fíkniefnaeftirlit með þeim afleiðingum að fjórir þeirra slösuðust.

Heimildir Vísis herma að hluti árásarmannana, sem allir koma frá Litháen, séu þrautþjálfaðir í bardagalistum og að minnsta kosti einn þeirra státi af verðlaunum í sparkboxi, eða „Kick-Boxing" frá heimalandi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×