Innlent

Engin stóróhöpp í umferðinni

Fáir meiddust og engin alvarlega þrátt fyrir að minnsta kosti þrjátíu árekstra á höfuðborgarsvæðinu í gær.

Þá mátti nær alla rekja til lélegs færis. Þá sluppu ökumenn tveggja bíla nær ómeiddir þegar bílarnir ultu í grennd við Hvolsvöll í gær,en þar var slæm færð.

Ekkert var kvabbað á lögreglu eða björgunarsveitarmönnum í nótt þannig að allir virðast hafa komist leiðar sinnar, en óvenju lítil umferð var suðvestanlands í gærkvöldi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×