Innlent

Segir málflutning Sigurðar Líndal honum til minnkunar

Gagnrýni Sigurðar Líndals, lagaprófessors, á ráðningu Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara, er honum til minnkunar, segir forsætisráðherra. Hann segir flokkskírteini ekki hafa ráðið neinu varðandi ráðningu Þorsteins.

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir þá ákvörðun sína að skipa Þorstein Davíðsson í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra.

Hefur hann meðal annars verið sakaður um að hafa tekið ómálefnilega ákvörðun og látið flokkskírteini ráða meiru en hæfni.

Þessu vísar Geir H. Haarde, forsætisráðherra á bug. „Þetta hefur ekkert að gera með flokksskírteini," segir Geir.

Fjallað var um málið í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þar gagnrýndi Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, Geir H. Haarde og Sjálfstæðisflokkinn. Taldi hann Geir hafa gengið ólýðræðislega fram í málinu.

Í ræðu sínu vísaði Árni Þór til greinar Sigurðar Líndal lagaprófessors sem birtist í fréttablaðinu í dag en þar segir Sigurður að skipan Þorsteins sé dæmi um taumlausa vildarhyggju og alræði í anda Þýskalands nasismans.

Geir H. Haarde sagði hins vegar málflutningur Sigurðar Líndal honum til minnkunar.

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, vildi lítið tjá sig um málið þegar gagnrýni Sigurðar var borin undir hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×