Innlent

Sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður á tvítugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hann sló annan karlmann í andlitið á Ráðhústorgi í miðbæ Akureyrar um verslunarmannahelgi 2006. Árásarþolinn hlaut áverka í andliti. Auk refsingarinnar var ákærði dæmdur til að greiða tjónþola 128.564 krónur í bætur og rúmar 209 þúsund krónur í sakarkostnað. Þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, sem nema 160 þúsund krónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×