Innlent

Sjálfstæðismenn ánægðir með Össur

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra.
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra.

Á félagsfundi í Sjálfstæðisfélagi Húsavíkur og nágrennis sem haldinn var í gær var mikilli ánægju lýst með heimsókn Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra til bæjarins og ummæli hans um fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík. Fundurinn ályktaði eftirfarandi:

„Fundurinn fagnar áhuga alþingismanna og annarra á atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Sérstaklega vill fundurinn lýsa yfir ánægju með heimsókn iðnaðarráðherra og formanns iðnaðarnefndar Alþingis til Húsavíkur 8. janúar s.l."

Þá segir að yfirlýsingar ráðherrans „um að ríkistjórnin hefði engar athugasemdir við áform um uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi með álveri á Bakka við Húsavík" hafi veirð mikilvægt innlegg í umræðuna.

„Áhrifasvæði þeirrar atvinnuuppbyggingar nær yfir allt Norðurland enda er Stuðningur sveitarstjórna á svæðinu algjör við verkefnið. Fundurinn lýsir yfir fullu trausti á iðnaðarráðherra og ríkistjórnina alla í þessu máli og væntir góðs samstarfs um þetta mesta byggðamál Norðlendinga. Jafnframt er það álit fundarins að algjör eining ríki milli aðila sem að málinu koma og styttist nú í að endanleg ákvörðun verði tekin um nýtingu vistvænnar orku á Norðurlandi til hagsbóta fyrir alla landsmenn."

„Þar sem stjórnmál snúast um traust virðum við mikils yfirlýsingu hæstvirts iðnaðarráðherra um að hann muni ekki bregðast okkur í þessu máli," segir að lokum í ályktuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×