Innlent

Enn á gjörgæslu eftir vinnuslys

Starfsmaður í vöruhúsi Jóhanns Rönning við Klettagarða í Reykjavík slasaðist alvarlega þegar hann féll fjóra metra ofan á steingólf í húsi fyrirtæksins á sjöunda tímanum í gærkvöldi.

Hann liggur nú þungt haldinn á gjörgæsludeild Landsspítalans og er honum haldið sofandi. Maðurinn er á sextugsaldri og er verkstjóri í fyrirtækinu. Hann féll ofan af millilofti þegar verið var að færa þar til hluti og er Vinnueftirlitið að kanna hvað gerðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×