Innlent

Fyrrverandi dómstjóri: Ákvörðun Árna sorgleg

Freyr Ófeigsson, fyrrverandi dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystri, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld að ákvörðun Árna Mathiesen um að skipa Þorstein Davíðsson dómara væri sorgleg og til þess fallin að rýra álit almennings á dómstólum.

Þá sagði Freyr að ákvörðun Árna hefði áhrif á þrígreiningu ríkisvaldsins og sjálfstæði dómstóla.

Árni Mathiesen var sjálfur gestur í Kastljósi og sagði hann að ef tiltrú almennings á dómstólum myndi skaðast vegna málsins væri það vegna viðbragða nenfdarinnar sem falið var að meta umsækjendur við ákvörðun ráðherrra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×