Innlent

Björgunarsveitir kallaðar út að Laugarvatni

Það hefur verið skítaveður í Reykjavík í dag. Mynd úr safni.
Það hefur verið skítaveður í Reykjavík í dag. Mynd úr safni.
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út að Laugarvatni vegna bíla sem sitja fastir þar. Slæm færð er í uppsveitum Árnessýslu að sögn Bjarna Daníelssonar hjá björgunarsveitinni Ingunni. Hann varar fólk við því að vera á ferli að óþörfu. Ekki er vitað til að alvarleg slys hafi orðið í umferðinni það sem af er degi, þrátt fyrir mikla snjókomu og hálku á suð-vestanverðu landinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að umferðaróhöpp séu að minnsta kosti þriðjungi fleiri en á meðaldegi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×