Innlent

Aukin etanólframleiðsla fyrir bíla hækkar áburðarverð

Aukin framleiðsla á lífrænu etanóli til notkunar á bíla í stað bensíns, er farin að valda hækkun á áburðarverði.

Hún mun svo koma fram í hækkandi verði á mjólkurafurðum og kjöti hér á landi strax á þessu ári. Áburðarverð hækkaði um allt að 50 prósent á heimsmarkaði á nýliðnu ári og spáð er enn frekari hækkun í ár.

Hún liggur þó ekki fyrir því innflytjendur á áburði eru ekki enn búnir að gefa út verðskrá sem þeir eru vanir að gera í desember. Ekki er þó enn farið að tala um skort á áburði á heimsmarkaði.

Ljóst þykir að bændur muni velta hækkuninni að hluta eða alveg út í verðlagið enda hafi þeir ekki bolmagn til að taka hana á sig einir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×