Innlent

Aukið eftirlit með áfengisakstri á þorranum

Lögreglan verður með aukið eftirlit gagnvart ölvunarakstri þegar þorrinn hefst með tilheyrandi þorrablótum þann 25. janúar næstkomandi.

Einnig verða ökumenn prófaðir með tilliti hvort þeir hafi neytt fíkniefna, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli. Þar segir að mjög auðvelt og fljótlegt sé að láta reyna á þetta með nútíma tækni. Aðeins þurfi stroku af munnvatni húð sem sýni strax niðurstöðuna.

Með nýjum lögum sem sett voru má enginn vottur fíkniefna vera í blóði til að það leiði til sviptingar ökuleyfis. Fíkniefni geta sýnt svörun allt að átta til tólf dögum eftir síðustu neyslu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×