Árás á lögreglumenn staðfestir nauðsyn öryggisráðstafana 15. janúar 2008 15:42 MYND/Stefán Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að tilefnislaus árás á fíkniefnalögreglumenn í miðbænum nýlega staðfesti nauðsyn þess að lögreglumenn geti gripið til öryggisráðstafana. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Auðar Lilju Erlingsdóttur, varaþingmanns Vinstri - grænna, um rafbyssur í lögreglustarfi. Auður Lilja spurði meðal annars hvort til stæði að taka í notkun svonefndar rafbyssur sem gæfu frá sér 50 þúsund volt og yllu miklum sársauka. Í svari ráðherrans kemur fram að embætti ríkislögreglustjóra hafi til skoðunar að taka upp rafstuðtæki og telur ráðherra að orðið byssa ekki gefa rétta mynd af tækinu. Sérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu nú að afla nauðsynlegra gagna, m.a. um hættu sem getur stafað af tækinu auk læknisfræðilegra rannsókna sem gerðar hafa verið um tækið. Að lokinni ítarlegri úttekt á tækinu mun embætti ríkislögreglustjóra senda dóms- og kirkjumálaráðherra greinargerð með rökstuðningi um gagnsemi tækisins í löggæslu. Úttektin sé á frumstigi og engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort eða í hvaða tilvikum slík tæki yrðu notuð. Auður Lilja spurði einnig hvaða tilgangi rafbyssur myndu þjóna við löggæslu og í svari dómsmálaráðherra kemur fram að miklu máli skipti að auka öryggi lögreglumanna við hættumikil störf. Fyrir liggi að lögreglumenn verði ítrekað fyrir líkamstjóni í starfi og mikilvægt sé að kanna allar leiðir til að auka öryggi þeirra. Bent er á rannsókn sem sýnir að 64 prósent lögreglumanna höfðu orðið fyrir hótunum í starfi, 54 prósent höfðu orðið fyrir líkamsmeiðingum í starfi og 41 prósent fjölskyldna lögreglumanna hafi orðið fyrir hótunum. „Niðurstaða þessarar rannsóknar sýnir að leita verður allra skynsamlegra úrræða til að auka öryggi lögreglumanna. Það að meta hvort rafstuðtæki skuli vera hluti af varnarbúnaði lögreglumanna er liður í þessari viðleitni löggæsluyfirvalda," segir Björn. Náið samráð við heilbrigðisyfirvöld Auður Lilja vísar til hættunnar af notkun rafbyssna og bendir á að Amnesty International telji að 200 dauðsföll megi rekja til beitingar þeirra. Björn svarar því til að ákvörðun um hvort rafstuðtæki verði hluti af valdbeitingarbúnaði lögreglu verði ekki tekin nema að höfðu nánu samráði við heilbrigðisyfirvöld. Auður Lilja spurði að lokum um stefnu ríkisstjórnarinnar um vopnaburð íslenskra lögreglumanna. Ráðherra segir að lögregla beri alla jafna ekki skotvopn við skyldustörf en ef sérstakar aðstæður krefjist þess hafi lögreglan heimild til vopnaburðar. Heimildir fyrir þeim valdbeitingartækjum lögreglu eigi sér stoð í lögreglulögum og reglugerð um sérsveit ríkislögreglustjórans.„Af hálfu dómsmálaráðherra og ráðuneytis hans er fylgst náið með þróun alls öryggisbúnaðar sem getur gagnast lögreglu. Nýlegt atvik í miðborg Reykjavíkur, þar sem af tilefnislausu var ráðist á starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir enn frekar nauðsyn slíkra öryggisráðstafana að mati dómsmálaráðherra," segir dómsmálaráðherra. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að tilefnislaus árás á fíkniefnalögreglumenn í miðbænum nýlega staðfesti nauðsyn þess að lögreglumenn geti gripið til öryggisráðstafana. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Auðar Lilju Erlingsdóttur, varaþingmanns Vinstri - grænna, um rafbyssur í lögreglustarfi. Auður Lilja spurði meðal annars hvort til stæði að taka í notkun svonefndar rafbyssur sem gæfu frá sér 50 þúsund volt og yllu miklum sársauka. Í svari ráðherrans kemur fram að embætti ríkislögreglustjóra hafi til skoðunar að taka upp rafstuðtæki og telur ráðherra að orðið byssa ekki gefa rétta mynd af tækinu. Sérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu nú að afla nauðsynlegra gagna, m.a. um hættu sem getur stafað af tækinu auk læknisfræðilegra rannsókna sem gerðar hafa verið um tækið. Að lokinni ítarlegri úttekt á tækinu mun embætti ríkislögreglustjóra senda dóms- og kirkjumálaráðherra greinargerð með rökstuðningi um gagnsemi tækisins í löggæslu. Úttektin sé á frumstigi og engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort eða í hvaða tilvikum slík tæki yrðu notuð. Auður Lilja spurði einnig hvaða tilgangi rafbyssur myndu þjóna við löggæslu og í svari dómsmálaráðherra kemur fram að miklu máli skipti að auka öryggi lögreglumanna við hættumikil störf. Fyrir liggi að lögreglumenn verði ítrekað fyrir líkamstjóni í starfi og mikilvægt sé að kanna allar leiðir til að auka öryggi þeirra. Bent er á rannsókn sem sýnir að 64 prósent lögreglumanna höfðu orðið fyrir hótunum í starfi, 54 prósent höfðu orðið fyrir líkamsmeiðingum í starfi og 41 prósent fjölskyldna lögreglumanna hafi orðið fyrir hótunum. „Niðurstaða þessarar rannsóknar sýnir að leita verður allra skynsamlegra úrræða til að auka öryggi lögreglumanna. Það að meta hvort rafstuðtæki skuli vera hluti af varnarbúnaði lögreglumanna er liður í þessari viðleitni löggæsluyfirvalda," segir Björn. Náið samráð við heilbrigðisyfirvöld Auður Lilja vísar til hættunnar af notkun rafbyssna og bendir á að Amnesty International telji að 200 dauðsföll megi rekja til beitingar þeirra. Björn svarar því til að ákvörðun um hvort rafstuðtæki verði hluti af valdbeitingarbúnaði lögreglu verði ekki tekin nema að höfðu nánu samráði við heilbrigðisyfirvöld. Auður Lilja spurði að lokum um stefnu ríkisstjórnarinnar um vopnaburð íslenskra lögreglumanna. Ráðherra segir að lögregla beri alla jafna ekki skotvopn við skyldustörf en ef sérstakar aðstæður krefjist þess hafi lögreglan heimild til vopnaburðar. Heimildir fyrir þeim valdbeitingartækjum lögreglu eigi sér stoð í lögreglulögum og reglugerð um sérsveit ríkislögreglustjórans.„Af hálfu dómsmálaráðherra og ráðuneytis hans er fylgst náið með þróun alls öryggisbúnaðar sem getur gagnast lögreglu. Nýlegt atvik í miðborg Reykjavíkur, þar sem af tilefnislausu var ráðist á starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir enn frekar nauðsyn slíkra öryggisráðstafana að mati dómsmálaráðherra," segir dómsmálaráðherra.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira