Árás á lögreglumenn staðfestir nauðsyn öryggisráðstafana 15. janúar 2008 15:42 MYND/Stefán Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að tilefnislaus árás á fíkniefnalögreglumenn í miðbænum nýlega staðfesti nauðsyn þess að lögreglumenn geti gripið til öryggisráðstafana. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Auðar Lilju Erlingsdóttur, varaþingmanns Vinstri - grænna, um rafbyssur í lögreglustarfi. Auður Lilja spurði meðal annars hvort til stæði að taka í notkun svonefndar rafbyssur sem gæfu frá sér 50 þúsund volt og yllu miklum sársauka. Í svari ráðherrans kemur fram að embætti ríkislögreglustjóra hafi til skoðunar að taka upp rafstuðtæki og telur ráðherra að orðið byssa ekki gefa rétta mynd af tækinu. Sérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu nú að afla nauðsynlegra gagna, m.a. um hættu sem getur stafað af tækinu auk læknisfræðilegra rannsókna sem gerðar hafa verið um tækið. Að lokinni ítarlegri úttekt á tækinu mun embætti ríkislögreglustjóra senda dóms- og kirkjumálaráðherra greinargerð með rökstuðningi um gagnsemi tækisins í löggæslu. Úttektin sé á frumstigi og engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort eða í hvaða tilvikum slík tæki yrðu notuð. Auður Lilja spurði einnig hvaða tilgangi rafbyssur myndu þjóna við löggæslu og í svari dómsmálaráðherra kemur fram að miklu máli skipti að auka öryggi lögreglumanna við hættumikil störf. Fyrir liggi að lögreglumenn verði ítrekað fyrir líkamstjóni í starfi og mikilvægt sé að kanna allar leiðir til að auka öryggi þeirra. Bent er á rannsókn sem sýnir að 64 prósent lögreglumanna höfðu orðið fyrir hótunum í starfi, 54 prósent höfðu orðið fyrir líkamsmeiðingum í starfi og 41 prósent fjölskyldna lögreglumanna hafi orðið fyrir hótunum. „Niðurstaða þessarar rannsóknar sýnir að leita verður allra skynsamlegra úrræða til að auka öryggi lögreglumanna. Það að meta hvort rafstuðtæki skuli vera hluti af varnarbúnaði lögreglumanna er liður í þessari viðleitni löggæsluyfirvalda," segir Björn. Náið samráð við heilbrigðisyfirvöld Auður Lilja vísar til hættunnar af notkun rafbyssna og bendir á að Amnesty International telji að 200 dauðsföll megi rekja til beitingar þeirra. Björn svarar því til að ákvörðun um hvort rafstuðtæki verði hluti af valdbeitingarbúnaði lögreglu verði ekki tekin nema að höfðu nánu samráði við heilbrigðisyfirvöld. Auður Lilja spurði að lokum um stefnu ríkisstjórnarinnar um vopnaburð íslenskra lögreglumanna. Ráðherra segir að lögregla beri alla jafna ekki skotvopn við skyldustörf en ef sérstakar aðstæður krefjist þess hafi lögreglan heimild til vopnaburðar. Heimildir fyrir þeim valdbeitingartækjum lögreglu eigi sér stoð í lögreglulögum og reglugerð um sérsveit ríkislögreglustjórans.„Af hálfu dómsmálaráðherra og ráðuneytis hans er fylgst náið með þróun alls öryggisbúnaðar sem getur gagnast lögreglu. Nýlegt atvik í miðborg Reykjavíkur, þar sem af tilefnislausu var ráðist á starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir enn frekar nauðsyn slíkra öryggisráðstafana að mati dómsmálaráðherra," segir dómsmálaráðherra. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að tilefnislaus árás á fíkniefnalögreglumenn í miðbænum nýlega staðfesti nauðsyn þess að lögreglumenn geti gripið til öryggisráðstafana. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Auðar Lilju Erlingsdóttur, varaþingmanns Vinstri - grænna, um rafbyssur í lögreglustarfi. Auður Lilja spurði meðal annars hvort til stæði að taka í notkun svonefndar rafbyssur sem gæfu frá sér 50 þúsund volt og yllu miklum sársauka. Í svari ráðherrans kemur fram að embætti ríkislögreglustjóra hafi til skoðunar að taka upp rafstuðtæki og telur ráðherra að orðið byssa ekki gefa rétta mynd af tækinu. Sérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu nú að afla nauðsynlegra gagna, m.a. um hættu sem getur stafað af tækinu auk læknisfræðilegra rannsókna sem gerðar hafa verið um tækið. Að lokinni ítarlegri úttekt á tækinu mun embætti ríkislögreglustjóra senda dóms- og kirkjumálaráðherra greinargerð með rökstuðningi um gagnsemi tækisins í löggæslu. Úttektin sé á frumstigi og engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort eða í hvaða tilvikum slík tæki yrðu notuð. Auður Lilja spurði einnig hvaða tilgangi rafbyssur myndu þjóna við löggæslu og í svari dómsmálaráðherra kemur fram að miklu máli skipti að auka öryggi lögreglumanna við hættumikil störf. Fyrir liggi að lögreglumenn verði ítrekað fyrir líkamstjóni í starfi og mikilvægt sé að kanna allar leiðir til að auka öryggi þeirra. Bent er á rannsókn sem sýnir að 64 prósent lögreglumanna höfðu orðið fyrir hótunum í starfi, 54 prósent höfðu orðið fyrir líkamsmeiðingum í starfi og 41 prósent fjölskyldna lögreglumanna hafi orðið fyrir hótunum. „Niðurstaða þessarar rannsóknar sýnir að leita verður allra skynsamlegra úrræða til að auka öryggi lögreglumanna. Það að meta hvort rafstuðtæki skuli vera hluti af varnarbúnaði lögreglumanna er liður í þessari viðleitni löggæsluyfirvalda," segir Björn. Náið samráð við heilbrigðisyfirvöld Auður Lilja vísar til hættunnar af notkun rafbyssna og bendir á að Amnesty International telji að 200 dauðsföll megi rekja til beitingar þeirra. Björn svarar því til að ákvörðun um hvort rafstuðtæki verði hluti af valdbeitingarbúnaði lögreglu verði ekki tekin nema að höfðu nánu samráði við heilbrigðisyfirvöld. Auður Lilja spurði að lokum um stefnu ríkisstjórnarinnar um vopnaburð íslenskra lögreglumanna. Ráðherra segir að lögregla beri alla jafna ekki skotvopn við skyldustörf en ef sérstakar aðstæður krefjist þess hafi lögreglan heimild til vopnaburðar. Heimildir fyrir þeim valdbeitingartækjum lögreglu eigi sér stoð í lögreglulögum og reglugerð um sérsveit ríkislögreglustjórans.„Af hálfu dómsmálaráðherra og ráðuneytis hans er fylgst náið með þróun alls öryggisbúnaðar sem getur gagnast lögreglu. Nýlegt atvik í miðborg Reykjavíkur, þar sem af tilefnislausu var ráðist á starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir enn frekar nauðsyn slíkra öryggisráðstafana að mati dómsmálaráðherra," segir dómsmálaráðherra.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði