Árás á lögreglumenn staðfestir nauðsyn öryggisráðstafana 15. janúar 2008 15:42 MYND/Stefán Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að tilefnislaus árás á fíkniefnalögreglumenn í miðbænum nýlega staðfesti nauðsyn þess að lögreglumenn geti gripið til öryggisráðstafana. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Auðar Lilju Erlingsdóttur, varaþingmanns Vinstri - grænna, um rafbyssur í lögreglustarfi. Auður Lilja spurði meðal annars hvort til stæði að taka í notkun svonefndar rafbyssur sem gæfu frá sér 50 þúsund volt og yllu miklum sársauka. Í svari ráðherrans kemur fram að embætti ríkislögreglustjóra hafi til skoðunar að taka upp rafstuðtæki og telur ráðherra að orðið byssa ekki gefa rétta mynd af tækinu. Sérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu nú að afla nauðsynlegra gagna, m.a. um hættu sem getur stafað af tækinu auk læknisfræðilegra rannsókna sem gerðar hafa verið um tækið. Að lokinni ítarlegri úttekt á tækinu mun embætti ríkislögreglustjóra senda dóms- og kirkjumálaráðherra greinargerð með rökstuðningi um gagnsemi tækisins í löggæslu. Úttektin sé á frumstigi og engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort eða í hvaða tilvikum slík tæki yrðu notuð. Auður Lilja spurði einnig hvaða tilgangi rafbyssur myndu þjóna við löggæslu og í svari dómsmálaráðherra kemur fram að miklu máli skipti að auka öryggi lögreglumanna við hættumikil störf. Fyrir liggi að lögreglumenn verði ítrekað fyrir líkamstjóni í starfi og mikilvægt sé að kanna allar leiðir til að auka öryggi þeirra. Bent er á rannsókn sem sýnir að 64 prósent lögreglumanna höfðu orðið fyrir hótunum í starfi, 54 prósent höfðu orðið fyrir líkamsmeiðingum í starfi og 41 prósent fjölskyldna lögreglumanna hafi orðið fyrir hótunum. „Niðurstaða þessarar rannsóknar sýnir að leita verður allra skynsamlegra úrræða til að auka öryggi lögreglumanna. Það að meta hvort rafstuðtæki skuli vera hluti af varnarbúnaði lögreglumanna er liður í þessari viðleitni löggæsluyfirvalda," segir Björn. Náið samráð við heilbrigðisyfirvöld Auður Lilja vísar til hættunnar af notkun rafbyssna og bendir á að Amnesty International telji að 200 dauðsföll megi rekja til beitingar þeirra. Björn svarar því til að ákvörðun um hvort rafstuðtæki verði hluti af valdbeitingarbúnaði lögreglu verði ekki tekin nema að höfðu nánu samráði við heilbrigðisyfirvöld. Auður Lilja spurði að lokum um stefnu ríkisstjórnarinnar um vopnaburð íslenskra lögreglumanna. Ráðherra segir að lögregla beri alla jafna ekki skotvopn við skyldustörf en ef sérstakar aðstæður krefjist þess hafi lögreglan heimild til vopnaburðar. Heimildir fyrir þeim valdbeitingartækjum lögreglu eigi sér stoð í lögreglulögum og reglugerð um sérsveit ríkislögreglustjórans.„Af hálfu dómsmálaráðherra og ráðuneytis hans er fylgst náið með þróun alls öryggisbúnaðar sem getur gagnast lögreglu. Nýlegt atvik í miðborg Reykjavíkur, þar sem af tilefnislausu var ráðist á starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir enn frekar nauðsyn slíkra öryggisráðstafana að mati dómsmálaráðherra," segir dómsmálaráðherra. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að tilefnislaus árás á fíkniefnalögreglumenn í miðbænum nýlega staðfesti nauðsyn þess að lögreglumenn geti gripið til öryggisráðstafana. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Auðar Lilju Erlingsdóttur, varaþingmanns Vinstri - grænna, um rafbyssur í lögreglustarfi. Auður Lilja spurði meðal annars hvort til stæði að taka í notkun svonefndar rafbyssur sem gæfu frá sér 50 þúsund volt og yllu miklum sársauka. Í svari ráðherrans kemur fram að embætti ríkislögreglustjóra hafi til skoðunar að taka upp rafstuðtæki og telur ráðherra að orðið byssa ekki gefa rétta mynd af tækinu. Sérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu nú að afla nauðsynlegra gagna, m.a. um hættu sem getur stafað af tækinu auk læknisfræðilegra rannsókna sem gerðar hafa verið um tækið. Að lokinni ítarlegri úttekt á tækinu mun embætti ríkislögreglustjóra senda dóms- og kirkjumálaráðherra greinargerð með rökstuðningi um gagnsemi tækisins í löggæslu. Úttektin sé á frumstigi og engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort eða í hvaða tilvikum slík tæki yrðu notuð. Auður Lilja spurði einnig hvaða tilgangi rafbyssur myndu þjóna við löggæslu og í svari dómsmálaráðherra kemur fram að miklu máli skipti að auka öryggi lögreglumanna við hættumikil störf. Fyrir liggi að lögreglumenn verði ítrekað fyrir líkamstjóni í starfi og mikilvægt sé að kanna allar leiðir til að auka öryggi þeirra. Bent er á rannsókn sem sýnir að 64 prósent lögreglumanna höfðu orðið fyrir hótunum í starfi, 54 prósent höfðu orðið fyrir líkamsmeiðingum í starfi og 41 prósent fjölskyldna lögreglumanna hafi orðið fyrir hótunum. „Niðurstaða þessarar rannsóknar sýnir að leita verður allra skynsamlegra úrræða til að auka öryggi lögreglumanna. Það að meta hvort rafstuðtæki skuli vera hluti af varnarbúnaði lögreglumanna er liður í þessari viðleitni löggæsluyfirvalda," segir Björn. Náið samráð við heilbrigðisyfirvöld Auður Lilja vísar til hættunnar af notkun rafbyssna og bendir á að Amnesty International telji að 200 dauðsföll megi rekja til beitingar þeirra. Björn svarar því til að ákvörðun um hvort rafstuðtæki verði hluti af valdbeitingarbúnaði lögreglu verði ekki tekin nema að höfðu nánu samráði við heilbrigðisyfirvöld. Auður Lilja spurði að lokum um stefnu ríkisstjórnarinnar um vopnaburð íslenskra lögreglumanna. Ráðherra segir að lögregla beri alla jafna ekki skotvopn við skyldustörf en ef sérstakar aðstæður krefjist þess hafi lögreglan heimild til vopnaburðar. Heimildir fyrir þeim valdbeitingartækjum lögreglu eigi sér stoð í lögreglulögum og reglugerð um sérsveit ríkislögreglustjórans.„Af hálfu dómsmálaráðherra og ráðuneytis hans er fylgst náið með þróun alls öryggisbúnaðar sem getur gagnast lögreglu. Nýlegt atvik í miðborg Reykjavíkur, þar sem af tilefnislausu var ráðist á starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir enn frekar nauðsyn slíkra öryggisráðstafana að mati dómsmálaráðherra," segir dómsmálaráðherra.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira