Innlent

Heildarafli dregst saman um þrjú prósent milli ára

Heildarafli íslenskra skipa dróst saman um rúm þrjú prósent á föstu verði á síðasta ári miðað við árið 2006. Þetta leiða tölur Hagstofunnar í ljós.

Þar kemur einnig fram að aflinn hafi verið 11 prósentum minni í desember í fyrra en í desember 2006. Alls nam aflinn 77 þúsund tonnum í desember á síðasta ári en hann var 72 þúsund tonn í sama mánuði árið 2006.

Botnfiskaflinnn dróst saman um rúm átta þúsund tonn á milli ára og nam tæpum 25 þúsund tonnum. Þar munar mest um samdrátt í þorskafla. Hins vegar jókst uppsjávarafli í desember í fyrra um 14 þúsund tonn og munar þar mest um aukningu síldarafla í mánuðinum á milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×