Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2025 10:04 Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konuna út. Þetta er að gerast núna. Íbúinn myndar aðgerðirnar og segir hann að vegna þessa hafi fulltrúarnir nú kallað til lögreglu. vísir/anton brink Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. „Þetta er hin ljúfasta kona og gerir engum mein,“ segir einn íbúanna. Hann vill ekki koma fram undir nafni, svo mjög óttast hann aðra konu sem hefur að sögn terroríserað nágranna sína og í raun allt hverfið. Ljóst er að verið er að vísa konunni nauðugri úr íbúðinni.vísir/anton brink Konan sem verið er að bera út hefur ekki greitt leigu, að sögn vegna þess að hún telur sig ekki eiga að þurfa þess vegna ofsókna annarrar konu sem hefur meðal annars farið um stigaganginn með exi og ógnað fólki. Þá telja nágrannar að hún hafi brotist inn í íbúðirnar og stolið þar öllu steini léttara. Vísir greindi í gær frá þessari stöðu en Jón Daníelsson ellilífeyrisþegi hafði ófagra sögu að segja af ástandinu við Bríetartún 20. „Ég hef mætt þessari konu, terroristann, hér á ganginum með exi,“ segir nágranninn. „Hún ætlaði bara í mig. Ég sagði: Bíddu, bíddu, ég ætla að gefa þér svolítið. Og fór og náði í silfurlitaða „speisúlpu“ og gaf henni. Og þá var eins og það bráði af henni.“ Téður íbúi segist ekki þora fyrir sitt litla líf að geyma nokkuð fémætt í geymslu sinni. Þaðan er öllu stolið. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Jón Daníelsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Konan býr sem verið er að bera út býr á efstu hæð og er ljósmyndari Vísis á staðnum og fylgist með því sem fram fer. Íbúinn segir telur að um mikið óréttlæti sé að ræða og hann segir ekki nokkra leið að ná tali af neinum fulltrúa Félagsbústaða vegna málsins. Fyrr en nú, að aðgerðirnar eru hafnar. Íbúinn ónefndi segir að klukkan sjö í morgun hafi verið mættir tveir til að þrífa stigaganginn en þar hafi sameignin, en allur stigagangurinn er í eigu Félagsbústaða, ekki verið þrifin síðan hann man ekki hvenær. Lögreglan er mætt en konan er inni í íbúðinni.vísir/anton brink Greint var frá því í frétt Vísis í gær að dóttir Jóns hafði glímt við fíknivanda í mörg ár og sé í virkri neyslu. Í hverjum mánuði fái hún tæpar fjögur hundruð þúsund krónur greiddar frá Tryggingastofnun sem hún á að nota meðal annars í að greiða leigu. Peningurinn hefur áður horfið skömmu eftir mánaðamót til að fjármagna neyslu hennar og vill Jón að Félagsbústaðir geti fengið leiguna beint frá Tryggingastofnun. Fréttin er í vinnslu. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
„Þetta er hin ljúfasta kona og gerir engum mein,“ segir einn íbúanna. Hann vill ekki koma fram undir nafni, svo mjög óttast hann aðra konu sem hefur að sögn terroríserað nágranna sína og í raun allt hverfið. Ljóst er að verið er að vísa konunni nauðugri úr íbúðinni.vísir/anton brink Konan sem verið er að bera út hefur ekki greitt leigu, að sögn vegna þess að hún telur sig ekki eiga að þurfa þess vegna ofsókna annarrar konu sem hefur meðal annars farið um stigaganginn með exi og ógnað fólki. Þá telja nágrannar að hún hafi brotist inn í íbúðirnar og stolið þar öllu steini léttara. Vísir greindi í gær frá þessari stöðu en Jón Daníelsson ellilífeyrisþegi hafði ófagra sögu að segja af ástandinu við Bríetartún 20. „Ég hef mætt þessari konu, terroristann, hér á ganginum með exi,“ segir nágranninn. „Hún ætlaði bara í mig. Ég sagði: Bíddu, bíddu, ég ætla að gefa þér svolítið. Og fór og náði í silfurlitaða „speisúlpu“ og gaf henni. Og þá var eins og það bráði af henni.“ Téður íbúi segist ekki þora fyrir sitt litla líf að geyma nokkuð fémætt í geymslu sinni. Þaðan er öllu stolið. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Jón Daníelsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Konan býr sem verið er að bera út býr á efstu hæð og er ljósmyndari Vísis á staðnum og fylgist með því sem fram fer. Íbúinn segir telur að um mikið óréttlæti sé að ræða og hann segir ekki nokkra leið að ná tali af neinum fulltrúa Félagsbústaða vegna málsins. Fyrr en nú, að aðgerðirnar eru hafnar. Íbúinn ónefndi segir að klukkan sjö í morgun hafi verið mættir tveir til að þrífa stigaganginn en þar hafi sameignin, en allur stigagangurinn er í eigu Félagsbústaða, ekki verið þrifin síðan hann man ekki hvenær. Lögreglan er mætt en konan er inni í íbúðinni.vísir/anton brink Greint var frá því í frétt Vísis í gær að dóttir Jóns hafði glímt við fíknivanda í mörg ár og sé í virkri neyslu. Í hverjum mánuði fái hún tæpar fjögur hundruð þúsund krónur greiddar frá Tryggingastofnun sem hún á að nota meðal annars í að greiða leigu. Peningurinn hefur áður horfið skömmu eftir mánaðamót til að fjármagna neyslu hennar og vill Jón að Félagsbústaðir geti fengið leiguna beint frá Tryggingastofnun. Fréttin er í vinnslu.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira