Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2025 10:04 Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konuna út. Þetta er að gerast núna. Íbúinn myndar aðgerðirnar og segir hann að vegna þessa hafi fulltrúarnir nú kallað til lögreglu. vísir/anton brink Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. „Þetta er hin ljúfasta kona og gerir engum mein,“ segir einn íbúanna. Hann vill ekki koma fram undir nafni, svo mjög óttast hann aðra konu sem hefur að sögn terroríserað nágranna sína og í raun allt hverfið. Ljóst er að verið er að vísa konunni nauðugri úr íbúðinni.vísir/anton brink Konan sem verið er að bera út hefur ekki greitt leigu, að sögn vegna þess að hún telur sig ekki eiga að þurfa þess vegna ofsókna annarrar konu sem hefur meðal annars farið um stigaganginn með exi og ógnað fólki. Þá telja nágrannar að hún hafi brotist inn í íbúðirnar og stolið þar öllu steini léttara. Vísir greindi í gær frá þessari stöðu en Jón Daníelsson ellilífeyrisþegi hafði ófagra sögu að segja af ástandinu við Bríetartún 20. „Ég hef mætt þessari konu, terroristann, hér á ganginum með exi,“ segir nágranninn. „Hún ætlaði bara í mig. Ég sagði: Bíddu, bíddu, ég ætla að gefa þér svolítið. Og fór og náði í silfurlitaða „speisúlpu“ og gaf henni. Og þá var eins og það bráði af henni.“ Téður íbúi segist ekki þora fyrir sitt litla líf að geyma nokkuð fémætt í geymslu sinni. Þaðan er öllu stolið. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Jón Daníelsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Konan býr sem verið er að bera út býr á efstu hæð og er ljósmyndari Vísis á staðnum og fylgist með því sem fram fer. Íbúinn segir telur að um mikið óréttlæti sé að ræða og hann segir ekki nokkra leið að ná tali af neinum fulltrúa Félagsbústaða vegna málsins. Fyrr en nú, að aðgerðirnar eru hafnar. Íbúinn ónefndi segir að klukkan sjö í morgun hafi verið mættir tveir til að þrífa stigaganginn en þar hafi sameignin, en allur stigagangurinn er í eigu Félagsbústaða, ekki verið þrifin síðan hann man ekki hvenær. Lögreglan er mætt en konan er inni í íbúðinni.vísir/anton brink Greint var frá því í frétt Vísis í gær að dóttir Jóns hafði glímt við fíknivanda í mörg ár og sé í virkri neyslu. Í hverjum mánuði fái hún tæpar fjögur hundruð þúsund krónur greiddar frá Tryggingastofnun sem hún á að nota meðal annars í að greiða leigu. Peningurinn hefur áður horfið skömmu eftir mánaðamót til að fjármagna neyslu hennar og vill Jón að Félagsbústaðir geti fengið leiguna beint frá Tryggingastofnun. Fréttin er í vinnslu. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
„Þetta er hin ljúfasta kona og gerir engum mein,“ segir einn íbúanna. Hann vill ekki koma fram undir nafni, svo mjög óttast hann aðra konu sem hefur að sögn terroríserað nágranna sína og í raun allt hverfið. Ljóst er að verið er að vísa konunni nauðugri úr íbúðinni.vísir/anton brink Konan sem verið er að bera út hefur ekki greitt leigu, að sögn vegna þess að hún telur sig ekki eiga að þurfa þess vegna ofsókna annarrar konu sem hefur meðal annars farið um stigaganginn með exi og ógnað fólki. Þá telja nágrannar að hún hafi brotist inn í íbúðirnar og stolið þar öllu steini léttara. Vísir greindi í gær frá þessari stöðu en Jón Daníelsson ellilífeyrisþegi hafði ófagra sögu að segja af ástandinu við Bríetartún 20. „Ég hef mætt þessari konu, terroristann, hér á ganginum með exi,“ segir nágranninn. „Hún ætlaði bara í mig. Ég sagði: Bíddu, bíddu, ég ætla að gefa þér svolítið. Og fór og náði í silfurlitaða „speisúlpu“ og gaf henni. Og þá var eins og það bráði af henni.“ Téður íbúi segist ekki þora fyrir sitt litla líf að geyma nokkuð fémætt í geymslu sinni. Þaðan er öllu stolið. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Jón Daníelsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Konan býr sem verið er að bera út býr á efstu hæð og er ljósmyndari Vísis á staðnum og fylgist með því sem fram fer. Íbúinn segir telur að um mikið óréttlæti sé að ræða og hann segir ekki nokkra leið að ná tali af neinum fulltrúa Félagsbústaða vegna málsins. Fyrr en nú, að aðgerðirnar eru hafnar. Íbúinn ónefndi segir að klukkan sjö í morgun hafi verið mættir tveir til að þrífa stigaganginn en þar hafi sameignin, en allur stigagangurinn er í eigu Félagsbústaða, ekki verið þrifin síðan hann man ekki hvenær. Lögreglan er mætt en konan er inni í íbúðinni.vísir/anton brink Greint var frá því í frétt Vísis í gær að dóttir Jóns hafði glímt við fíknivanda í mörg ár og sé í virkri neyslu. Í hverjum mánuði fái hún tæpar fjögur hundruð þúsund krónur greiddar frá Tryggingastofnun sem hún á að nota meðal annars í að greiða leigu. Peningurinn hefur áður horfið skömmu eftir mánaðamót til að fjármagna neyslu hennar og vill Jón að Félagsbústaðir geti fengið leiguna beint frá Tryggingastofnun. Fréttin er í vinnslu.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira