Innlent

Áherslumunur milli formanna stjórnarflokkanna um viðbrögð í kvótamálinu

Álit mannréttindanefndar Sameinðuðu þjóðanna var birt í síðustu viku en samkvæmt því brýtur íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið meðal annars gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, telur að niðurstaðan kalli á endurskoðun á kvótakerfinu. Segir hún ennfremur nauðsynlegt að taka álit mannréttindanefndarinnar alvarlega.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir hins vegar ekkert kalla á lagabreytingar. Telur hann að auki álit nefndarinnar vera illa rökstutt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×