„Því miður er þetta þrautalending“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2025 13:01 Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir það alltaf neyðarúrræði að bera fólk út. Vísir/Anton Brink Íbúi í húsnæði á vegum Félagsbústaða var í morgun borinn út þar sem hún hefur neitað að greiða leigu vegna nágranna sem hrellir aðra íbúa. Nágranninn fær á meðan að búa þar áfram. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir fólk ekki borið út nema búið sé að reyna allt til að leysa mál þeirra. Í gær greindi fréttastofa frá því að bera ætti konu út úr húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Konan hafði neitað að greiða leigu um nokkurt skeið, og bar fyrir sig að önnur kona sem býr í húsinu haldi öllum íbúum í heljargreipum og því hafi hún ekki viljað borga. Konan var borin út í morgun á meðan konan sem hrellir nágrannana býr þar enn. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir það alltaf lokaúrræði að bera fólk út. „Það þurfa allir að borga leigu. Ef það gerist ítrekað, það safnast upp og það er enginn vilji eða geta til að borga, þá því miður er þetta þrautalending. Þetta gerist ekki oft sem betur fer,“ segir Sigrún. Hún geti ekki tjáð sig um mál einstaka íbúa, en þegar kvartað er undan íbúum sé það rannsakað. „Hvort sem það er þarna eða annars staðar, ef það er ekki allt með felldu í stigagöngum eða fólki líður á einhvern hátt illa, þá tökum við á slíkum málum. Við könnum þau og reynum að gera það sem við getum til þess að leysa úr og skapa aðstæður þar sem fólki finnst það öruggt og getur liðið vel. Fólki er alltaf fyrst gefið tækifæri á að bæta ráð sig. Það rætt við það og málin könnuð. En málin geta endað leiðinlega. Og óheppilega fyrir þann sem í hlut á,“ segir Sigrún. Faðir konunnar sem var borin út kallaði eftir því í gær að Félagsbústaðir fái leiguna beint frá Tryggingastofnun í stað þess að örorkubætur séu afhentar fíkli sem á það til að nota peninginn í annað. „Auðvitað myndi það stuðla að auknu húsnæðisöryggi fyrir suma. En alls ekki alla. Þetta er alls ekki nauðsynlegt í langflestum tilvikum. En stundum væri það til þess að auka húsnæðisöryggi viðkomandi en það er ekki heimilt samkvæmt lögum eða reglum að hafa það fyrirkomulag,“ segir Sigrún. Reykjavík Félagsmál Fíkn Húsnæðismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Í gær greindi fréttastofa frá því að bera ætti konu út úr húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Konan hafði neitað að greiða leigu um nokkurt skeið, og bar fyrir sig að önnur kona sem býr í húsinu haldi öllum íbúum í heljargreipum og því hafi hún ekki viljað borga. Konan var borin út í morgun á meðan konan sem hrellir nágrannana býr þar enn. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir það alltaf lokaúrræði að bera fólk út. „Það þurfa allir að borga leigu. Ef það gerist ítrekað, það safnast upp og það er enginn vilji eða geta til að borga, þá því miður er þetta þrautalending. Þetta gerist ekki oft sem betur fer,“ segir Sigrún. Hún geti ekki tjáð sig um mál einstaka íbúa, en þegar kvartað er undan íbúum sé það rannsakað. „Hvort sem það er þarna eða annars staðar, ef það er ekki allt með felldu í stigagöngum eða fólki líður á einhvern hátt illa, þá tökum við á slíkum málum. Við könnum þau og reynum að gera það sem við getum til þess að leysa úr og skapa aðstæður þar sem fólki finnst það öruggt og getur liðið vel. Fólki er alltaf fyrst gefið tækifæri á að bæta ráð sig. Það rætt við það og málin könnuð. En málin geta endað leiðinlega. Og óheppilega fyrir þann sem í hlut á,“ segir Sigrún. Faðir konunnar sem var borin út kallaði eftir því í gær að Félagsbústaðir fái leiguna beint frá Tryggingastofnun í stað þess að örorkubætur séu afhentar fíkli sem á það til að nota peninginn í annað. „Auðvitað myndi það stuðla að auknu húsnæðisöryggi fyrir suma. En alls ekki alla. Þetta er alls ekki nauðsynlegt í langflestum tilvikum. En stundum væri það til þess að auka húsnæðisöryggi viðkomandi en það er ekki heimilt samkvæmt lögum eða reglum að hafa það fyrirkomulag,“ segir Sigrún.
Reykjavík Félagsmál Fíkn Húsnæðismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira